Fótbolti

Jóhann Berg og Arnór skoruðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki í leik með AZ.
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki í leik með AZ. Nordic Photos / AFP

Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Smárason voru báðir á skotskónum með sínum liðum í gærkvöldi.

Jóhann Berg skoraði fyrir AZ Alkmaar sem vann sigur á Den Bosch, 3-2, í hollensku bikarkeppninni. Bæði hann og Kolbeinn Sigþórsson voru í byrjunarliði AZ en var skipt af velli í síðari hálfleik.

Þá skoraði Arnór fyrir lið sitt, Esbjerg, í 3-0 sigri á Svendborg í dönsku bikarkeppninni. FC Kaupmannahöfn vann Viby, 4-1, í sömu keppni en þar var Sölvi Geir Ottesen fjarverandi vegna meiðsla.

Stórlið Bröndby féll hins vegar úr leik er liðið tapaði fyrir Varde IF, 4-2, á útivelli.

Rúrik Gíslason var á bekknum þegar að OB vann Marienlyst á útivelli, 2-0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×