Fótbolti

Bento: Liðið skiptir meira máli en einstaklingarnir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paulo Bento á blaðamannafundinum í gær.
Paulo Bento á blaðamannafundinum í gær. Nordic Photos / AFP

Paulo Bento, nýr landsliðsþjálfari Portúgals, ætlar sér að koma liðinu á EM 2012 þrátt fyrir slæmt gengi í upphafi undankeppninnar.

Portúgal gerði fyrst jafntefli við Kýpur og tapaði svo fyrir Noregi í fyrstu tveimur leikjunum. Næst mætir liðið Danmörku og Íslandi í næsta mánuði.

Bento var ráðinn eftir að Carlos Queiroz var sagt upp störfum fyrr í mánuðinum.

„Þetta verður erfitt verkefni og tölurnar ljúga ekki," sagði Bento á blaðamannafundi í gær. Portúgal er í næstneðsta sæti riðilsins með eitt stig en Ísland er neðst án stiga.

„En við höfum bolmagnið, hæfileikana og skipulagið til að klára það. Eins og sakir standa nú er það bannað að hugsa um einstaklingana fyrst. Ég dáist að leikmönnunum en krefst líka mikils af þeim."

„Við erum í flókinni stöðu. Eitt stig af sex mögulegum er ekki góður árangur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×