Enski boltinn

United með augastað á De Gea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David De Gea er 20 árum yngri en Edwin van der Sar.
David De Gea er 20 árum yngri en Edwin van der Sar. Nordic Photos / AFP

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er sagður í enskum fjölmiðlum í dag hafa augastað David De Gea, nítján ára stórefnilegum markverði Atletico Madrid.

Ferguson misst af leik United gegn Scunthorpe í ensku deildabikarkeppninni í gær þar sem hann flaug til Spánar til að horfa á leik Valencia og Atletico Madrid.

United mætir næst Valencia í Meistaradeild Evrópu en talið er að Ferguson hafi einnig verið að fylgjast með De Gea sem stóð í marki Atletico.

De Gea átti stórleik gegn Barcelona um síðustu helgi en Ferguson er nú að leita að eftirmanni Edwin van der Sar sem verður fertugur síðar á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×