Sport

Þórhallur Dan: Er endanlega hættur

„Það var gaman að við skildum enda veru okkar í deildinni með sigri. Við vorum ekkert sérstakir í seinni hálfleik en gott að ná sigrinum,“ sagði Þórhallur Dan Jóhannesson, varnarmaður Hauka, sem lék lokaleik sinn í efstu deild karla í sigri liðsins gegn Val, 2-1.

Íslenski boltinn

Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag

„Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Íslenski boltinn

Fimm fremstu á ráslínu allir í titilslagnum

Fernando Alonso náði besta tíma í tímatökum á Singapúr brautinni í dag á Ferrari, en allir fremstu ökumennirnir í stigamótinu röðuðu sér í efstu fimm sætin. Það verður því harður slagur um titilinn í keppninni á sunnudag.

Formúla 1

Tevez afgreiddi Chelsea

Argentínumaðurinn Carlos Tevez kom Chelsea niður á jörðina í dag þegar hann skoraði eina markið í leik Man. City og Chelsea í dag.

Enski boltinn

Alonso stefnir á fyrsta sætið

Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag.

Formúla 1

Webber og Vettel frjálst að berjast

Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær.

Formúla 1

Hver fær gullskóinn í ár?

Það er ekki bara verið að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag því gull- silfur- og bronsskórinn er einnig í boði fyrir þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar.

Íslenski boltinn

Aðeins þrjú ný nöfn á Íslandsbikarinn á síðustu 45 árum

Það hafa aðeins þrjú ný félög bæst í hóp Íslandsmeistara í knattspyrnu karla á síðustu 45 árum eða síðan að Keflvíkingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sumarið 1964. Blikar geta bæst í þann hóp vinni þeir Stjörnuna í Garðabænum í dag og takist það verður Breiðablik tíunda félagið til að eignast Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki karla.

Íslenski boltinn

Breiðablik Íslandsmeistari 2010

Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari í karlaflokki í fyrsta skipti í sögu félagsins. Blikar gerðu þá markalaust jafntefli gegn Stjörnunni sem dugði til þar sem ÍBV tapaði í Keflavík. FH vann Fram en það dugði ekki til.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR gegn Fylki

Lítið var undir fyrir leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu í dag. Fylkismenn voru búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en gátu þó með sigri lyft sér upp fyrir Stjörnuna ásamt því að KR var með nánast öruggt Evrópusæti en gátu tryggt það með sigri.

Íslenski boltinn

Gerrard: Galið að fara á taugum núna

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að það versta sem gæti komið fyrir liðið núna er að það fari á taugum. Hann segir að það megi ekki gerast þó svo ekkert hafi gengið í upphafi leiktíðar.

Enski boltinn

Ribery þarf meiri vernd frá dómurum

Hollendingurinn Mark Van Bommel er orðinn þreyttur á því hversu oft félagi sinn hjá FC Bayern, Franck Ribery, er negldur niður í leikjum og vill að hann fái betri vörn hjá dómurum deildarinnar.

Fótbolti

Sutil sektaður um 1.1 miljón fyrir að keyra á þremur hjólum

Lewis Hamilton var allt annað en sáttur við þær breytingar sem hafa verið gerðar á Singapúr Formúlu 1 brautinni og telur einn stað í brautinni beinlínis hættulegan. Adrian Sutil tók flugið á þessum stað og brotnaði framfjöðrun á bílnum þegar hann lenti harkalega. Sutil fékk sekt eftir atvikið.

Formúla 1