Umfjöllun: Selfoss féll með sæmd Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2010 00:01 Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira