Umfjöllun: Selfoss féll með sæmd Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2010 00:01 Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira