Umfjöllun: Selfoss féll með sæmd Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2010 00:01 Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti