Enski boltinn

Gerrard: Galið að fara á taugum núna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að það versta sem gæti komið fyrir liðið núna er að það fari á taugum. Hann segir að það megi ekki gerast þó svo ekkert hafi gengið í upphafi leiktíðar.

Liverpool er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Þess utan féll liðið úr leik í deildarbikarnum fyrir D-deildarliðinu Northampton. Það er ein mesta hneisan í sögu félagsins.

"Það er aðeins þungt yfir mönnum sem er eðlilegt miðað við gengi liðsins. Tímabilið er samt rétt byrjað þannig að það er galið að fara á taugum núna," sagði fyrirliðinn.

"Það skiptir máli núna að standa saman. Tvö eða þrjú góð úrslit munu gjörbreyta andanum í hópnum. Það er ekki hægt að dæma neitt fyrr en eftir 10-12 leiki. Við höfum vissulega aðeins fimm stig en það þarf ekki mikið til að við komumst aftur í Evrópusæti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×