Aðeins þrjú ný nöfn á Íslandsbikarinn á síðustu 45 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2010 06:00 FH-ingar bættust síðast í hóp Íslandsmeistarafélaga. Mynd/E.Stefán Það hafa aðeins þrjú ný félög bæst í hóp Íslandsmeistara í knattspyrnu karla á síðustu 45 árum eða síðan að Keflvíkingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sumarið 1964. Blikar geta bæst í þann hóp vinni þeir Stjörnuna í Garðabænum í dag og takist það verður Breiðablik tíunda félagið til að eignast Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki karla. FH-ingar voru síðasta félagið til að bætast í hóp Íslandsmeistarafélaga þegar þeir tryggðu sér fyrsta titilinn sinn á Akureyrarvelli 19. september 2004. FH vann 2-1 sigur á KA í lokaumferðinni þökk sé sigurmarki frá Ásgeiri Gunnari Ásgeirssyni. FH-ingar hafa unnið fjóra meistaratitla á þeim fimm árum sem eru liðin frá fyrsta titlinum og geta bætt við einum til viðbótar falli hlutirnir með þeim í dag. KA-menn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina skiptið 16. september 1989. KA vann þá 2-0 sigur á Keflavík í Keflavík og varð meistari vegna þess að topplið FH tapaði fyrir Fylki í lokaumferðinni. ÍBV vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil fyrir 31 ári síðan þegar þeir unnu 1-0 sigur á Víkingi á Laugardalsvelli 15. september 1979. Þeir fengu síðan hjálp frá KA-mönnum sem náðu 1-1 jafntefli við Valsmenn daginn eftir. Hefðu Valsmenn unnið leikinn þá hefði farið fram aukaleikur um titilinn en í þá daga réði markatalan ekki eins og nú. Keflvíkingar unnu sinn fyrsta meistaratitil 1964 og fyrstu meistaratitill Skagamanna kom í hús árið 1951 en þá fór Íslandsbikarinn í fyrsta sinn af höfuðborgarsvæðinu en til þess tíma höfðu KR, Fram, Valur og Víkingur unnið alla Íslandsmeistaratitlana. Félög sem hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla: 24 sinnum - KR (Síðast 2003) 20 sinnum - Valur (2007) 18 sinnum - Fram (1990) 18 sinnum - ÍA (2001) 5 sinnum - FH (2009) 5 sinnum - Víkingur R. (1991) 4 sinnum - Keflavík (1973) 3 sinnum - ÍBV (1998) 1 sinni - KA (1989) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Það hafa aðeins þrjú ný félög bæst í hóp Íslandsmeistara í knattspyrnu karla á síðustu 45 árum eða síðan að Keflvíkingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sumarið 1964. Blikar geta bæst í þann hóp vinni þeir Stjörnuna í Garðabænum í dag og takist það verður Breiðablik tíunda félagið til að eignast Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki karla. FH-ingar voru síðasta félagið til að bætast í hóp Íslandsmeistarafélaga þegar þeir tryggðu sér fyrsta titilinn sinn á Akureyrarvelli 19. september 2004. FH vann 2-1 sigur á KA í lokaumferðinni þökk sé sigurmarki frá Ásgeiri Gunnari Ásgeirssyni. FH-ingar hafa unnið fjóra meistaratitla á þeim fimm árum sem eru liðin frá fyrsta titlinum og geta bætt við einum til viðbótar falli hlutirnir með þeim í dag. KA-menn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina skiptið 16. september 1989. KA vann þá 2-0 sigur á Keflavík í Keflavík og varð meistari vegna þess að topplið FH tapaði fyrir Fylki í lokaumferðinni. ÍBV vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil fyrir 31 ári síðan þegar þeir unnu 1-0 sigur á Víkingi á Laugardalsvelli 15. september 1979. Þeir fengu síðan hjálp frá KA-mönnum sem náðu 1-1 jafntefli við Valsmenn daginn eftir. Hefðu Valsmenn unnið leikinn þá hefði farið fram aukaleikur um titilinn en í þá daga réði markatalan ekki eins og nú. Keflvíkingar unnu sinn fyrsta meistaratitil 1964 og fyrstu meistaratitill Skagamanna kom í hús árið 1951 en þá fór Íslandsbikarinn í fyrsta sinn af höfuðborgarsvæðinu en til þess tíma höfðu KR, Fram, Valur og Víkingur unnið alla Íslandsmeistaratitlana. Félög sem hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla: 24 sinnum - KR (Síðast 2003) 20 sinnum - Valur (2007) 18 sinnum - Fram (1990) 18 sinnum - ÍA (2001) 5 sinnum - FH (2009) 5 sinnum - Víkingur R. (1991) 4 sinnum - Keflavík (1973) 3 sinnum - ÍBV (1998) 1 sinni - KA (1989)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti