Fótbolti

Beckham spilaði í 90 mínútur í nótt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham í leiknum í nótt.
David Beckham í leiknum í nótt. Mynd/AP

David Beckham spilaði í 90 mínútur með Los Angeles Galaxy er liðið mætti New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni.

„Það var gott að ná heilum leik," sagði Beckham en Galaxy tapaði reyndar leiknum, 2-0.

Beckham missti af HM í sumar eftir að hann sleit hásin í leik með AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Bataferlið hefur þó gengið fljótt og vel fyrir sig.

Thierry Henry, hins vegar, spilaði ekki með New York í leiknum þar sem hann er að glíma við hnémeiðsli.

Mörk New York skoruðu þeir Dane Richards og Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Angel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×