Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR gegn Fylki Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. september 2010 00:01 Lítið var undir fyrir leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu í dag. Fylkismenn voru búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en gátu þó með sigri lyft sér upp fyrir Stjörnuna ásamt því að KR var með nánast öruggt Evrópusæti en gátu tryggt það með sigri. Leikurinn hófst rólega en KR skoruðu þó á 9. Mínútu og var þar að verki Egill Jónsson miðjumaðurinn ungi. Fyrirgjöf kom eftir stutt horn á Baldur Sigurðsson sem lagði boltann út á Egil og hann skaut frá vítateignum í fjærhornið eftir að Fjalar hafði haft hönd í boltanum. KR ógnuðu með góðum skotum í fyrri hálfleik en náðu ekki að bæta við, Fylkismenn sýndu lítið fram á við en spurning er hvort þeir hefðu átt að fá víti þegar Tómas Þorsteinsson fór niður í teignum en Þóroddur Hjaltalín flautaði ekki. Fylkismenn komu hinsvegar grimmir í seinni hálfleik og pressuðu KR vel og náðu að skora mark á 62. Mínútu en það var dæmt af, Andrés Már Jóhannesson skallaði þá áfram eftir að Valur Fannar hafði fleytt boltanum áfram en Þóroddur dæmdi brot á Val. Það reyndist ansi dýrkeypt því KR brunuðu í sókn og skoruðu annað mark sitt, Bjarni Guðjónsson átti góða sendingu á Kjartan Henry Finnbogason sem sendi boltann fyrir og Guðjón Baldvinsson var mættur og setti boltann örugglega framhjá Fjalari. Eftir þetta fór pirringur að komast í Fylkismenn og uppskar Ásgeir Börkur Ásgeirsson sitt þriðja rauða spjald í sumar þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa brotið á Bjarna Guðjónssyni. Þá var þetta engin spurning og bætti Baldur við marki á 83. Mínútu þegar hann fékk góða sendingu inn fyrir, lék á Fjalar og virtist vera að missa boltann útaf en náði að renna sér í hann og setja hann í autt netið. KR unnu því leikinn og gulltryggðu sæti sitt í Evrópudeildinni á næsta ári, spilamennska þeirra undir stjórn Rúnars Kristinssonar var allt annað heldur en framan af sumri og hljóta leikmenn KR að naga sig í handarbökin þegar þeir misstu öll þessi stig í byrjun. Fylkismenn hljóta hinsvegar að vera svekktir eftir frábært sumar í fyrra náðu þeir ekki að fylgja eftir og voru lengi í fallbaráttu en náðu stigunum og bíða því spenntir eftir næsta sumri. KR 3 - 0 Fylkir1-0 Egill Jónsson(9.) 2-0 Guðjón Baldvinsson(64.) 3-0 Baldur Sigurðsson( 83.) Áhorfendur: 1111 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12 - 9 ( 6- 4) Varin skot: Lars Ivar Moldskred 4 – Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 5 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 15 - 14 Rangstöður: 2 -8 KR (4-2-3-1 ) Lars Ivan Moldskred 6 Dofri Snorrason 6 (83. Auðunn Örn Gylfason) Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (83. Hróar Sigurðsson) Egill Jónsson 7 Bjarni Eggerts Guðjónsson 6 Kjartan Henry Finnbogason 7 (84. Davíð Einarsson) Baldur Sigurðsson 7 maður leiksins Viktor Bjarki Arnarsson 5 Guðjón Baldvinsson 6 Fylkir (4 -5 -1 )Fjalar Þorgeirsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (86. Ólafur Ingi Stígsson ) Kristján Valdimarsson 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Valur Fannar Gíslason 5 Andrés Már Jóhannesson 6 (66. Andri Már Hermannsson 4) Tómas Þorsteinsson 6 Jóhann Þórhallsson 4 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 4) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Fylkir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Lítið var undir fyrir leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu í dag. Fylkismenn voru búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en gátu þó með sigri lyft sér upp fyrir Stjörnuna ásamt því að KR var með nánast öruggt Evrópusæti en gátu tryggt það með sigri. Leikurinn hófst rólega en KR skoruðu þó á 9. Mínútu og var þar að verki Egill Jónsson miðjumaðurinn ungi. Fyrirgjöf kom eftir stutt horn á Baldur Sigurðsson sem lagði boltann út á Egil og hann skaut frá vítateignum í fjærhornið eftir að Fjalar hafði haft hönd í boltanum. KR ógnuðu með góðum skotum í fyrri hálfleik en náðu ekki að bæta við, Fylkismenn sýndu lítið fram á við en spurning er hvort þeir hefðu átt að fá víti þegar Tómas Þorsteinsson fór niður í teignum en Þóroddur Hjaltalín flautaði ekki. Fylkismenn komu hinsvegar grimmir í seinni hálfleik og pressuðu KR vel og náðu að skora mark á 62. Mínútu en það var dæmt af, Andrés Már Jóhannesson skallaði þá áfram eftir að Valur Fannar hafði fleytt boltanum áfram en Þóroddur dæmdi brot á Val. Það reyndist ansi dýrkeypt því KR brunuðu í sókn og skoruðu annað mark sitt, Bjarni Guðjónsson átti góða sendingu á Kjartan Henry Finnbogason sem sendi boltann fyrir og Guðjón Baldvinsson var mættur og setti boltann örugglega framhjá Fjalari. Eftir þetta fór pirringur að komast í Fylkismenn og uppskar Ásgeir Börkur Ásgeirsson sitt þriðja rauða spjald í sumar þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa brotið á Bjarna Guðjónssyni. Þá var þetta engin spurning og bætti Baldur við marki á 83. Mínútu þegar hann fékk góða sendingu inn fyrir, lék á Fjalar og virtist vera að missa boltann útaf en náði að renna sér í hann og setja hann í autt netið. KR unnu því leikinn og gulltryggðu sæti sitt í Evrópudeildinni á næsta ári, spilamennska þeirra undir stjórn Rúnars Kristinssonar var allt annað heldur en framan af sumri og hljóta leikmenn KR að naga sig í handarbökin þegar þeir misstu öll þessi stig í byrjun. Fylkismenn hljóta hinsvegar að vera svekktir eftir frábært sumar í fyrra náðu þeir ekki að fylgja eftir og voru lengi í fallbaráttu en náðu stigunum og bíða því spenntir eftir næsta sumri. KR 3 - 0 Fylkir1-0 Egill Jónsson(9.) 2-0 Guðjón Baldvinsson(64.) 3-0 Baldur Sigurðsson( 83.) Áhorfendur: 1111 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12 - 9 ( 6- 4) Varin skot: Lars Ivar Moldskred 4 – Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 5 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 15 - 14 Rangstöður: 2 -8 KR (4-2-3-1 ) Lars Ivan Moldskred 6 Dofri Snorrason 6 (83. Auðunn Örn Gylfason) Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (83. Hróar Sigurðsson) Egill Jónsson 7 Bjarni Eggerts Guðjónsson 6 Kjartan Henry Finnbogason 7 (84. Davíð Einarsson) Baldur Sigurðsson 7 maður leiksins Viktor Bjarki Arnarsson 5 Guðjón Baldvinsson 6 Fylkir (4 -5 -1 )Fjalar Þorgeirsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (86. Ólafur Ingi Stígsson ) Kristján Valdimarsson 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Valur Fannar Gíslason 5 Andrés Már Jóhannesson 6 (66. Andri Már Hermannsson 4) Tómas Þorsteinsson 6 Jóhann Þórhallsson 4 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 4) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Fylkir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira