Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR gegn Fylki Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. september 2010 00:01 Lítið var undir fyrir leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu í dag. Fylkismenn voru búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en gátu þó með sigri lyft sér upp fyrir Stjörnuna ásamt því að KR var með nánast öruggt Evrópusæti en gátu tryggt það með sigri. Leikurinn hófst rólega en KR skoruðu þó á 9. Mínútu og var þar að verki Egill Jónsson miðjumaðurinn ungi. Fyrirgjöf kom eftir stutt horn á Baldur Sigurðsson sem lagði boltann út á Egil og hann skaut frá vítateignum í fjærhornið eftir að Fjalar hafði haft hönd í boltanum. KR ógnuðu með góðum skotum í fyrri hálfleik en náðu ekki að bæta við, Fylkismenn sýndu lítið fram á við en spurning er hvort þeir hefðu átt að fá víti þegar Tómas Þorsteinsson fór niður í teignum en Þóroddur Hjaltalín flautaði ekki. Fylkismenn komu hinsvegar grimmir í seinni hálfleik og pressuðu KR vel og náðu að skora mark á 62. Mínútu en það var dæmt af, Andrés Már Jóhannesson skallaði þá áfram eftir að Valur Fannar hafði fleytt boltanum áfram en Þóroddur dæmdi brot á Val. Það reyndist ansi dýrkeypt því KR brunuðu í sókn og skoruðu annað mark sitt, Bjarni Guðjónsson átti góða sendingu á Kjartan Henry Finnbogason sem sendi boltann fyrir og Guðjón Baldvinsson var mættur og setti boltann örugglega framhjá Fjalari. Eftir þetta fór pirringur að komast í Fylkismenn og uppskar Ásgeir Börkur Ásgeirsson sitt þriðja rauða spjald í sumar þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa brotið á Bjarna Guðjónssyni. Þá var þetta engin spurning og bætti Baldur við marki á 83. Mínútu þegar hann fékk góða sendingu inn fyrir, lék á Fjalar og virtist vera að missa boltann útaf en náði að renna sér í hann og setja hann í autt netið. KR unnu því leikinn og gulltryggðu sæti sitt í Evrópudeildinni á næsta ári, spilamennska þeirra undir stjórn Rúnars Kristinssonar var allt annað heldur en framan af sumri og hljóta leikmenn KR að naga sig í handarbökin þegar þeir misstu öll þessi stig í byrjun. Fylkismenn hljóta hinsvegar að vera svekktir eftir frábært sumar í fyrra náðu þeir ekki að fylgja eftir og voru lengi í fallbaráttu en náðu stigunum og bíða því spenntir eftir næsta sumri. KR 3 - 0 Fylkir1-0 Egill Jónsson(9.) 2-0 Guðjón Baldvinsson(64.) 3-0 Baldur Sigurðsson( 83.) Áhorfendur: 1111 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12 - 9 ( 6- 4) Varin skot: Lars Ivar Moldskred 4 – Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 5 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 15 - 14 Rangstöður: 2 -8 KR (4-2-3-1 ) Lars Ivan Moldskred 6 Dofri Snorrason 6 (83. Auðunn Örn Gylfason) Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (83. Hróar Sigurðsson) Egill Jónsson 7 Bjarni Eggerts Guðjónsson 6 Kjartan Henry Finnbogason 7 (84. Davíð Einarsson) Baldur Sigurðsson 7 maður leiksins Viktor Bjarki Arnarsson 5 Guðjón Baldvinsson 6 Fylkir (4 -5 -1 )Fjalar Þorgeirsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (86. Ólafur Ingi Stígsson ) Kristján Valdimarsson 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Valur Fannar Gíslason 5 Andrés Már Jóhannesson 6 (66. Andri Már Hermannsson 4) Tómas Þorsteinsson 6 Jóhann Þórhallsson 4 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 4) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Fylkir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Lítið var undir fyrir leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu í dag. Fylkismenn voru búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en gátu þó með sigri lyft sér upp fyrir Stjörnuna ásamt því að KR var með nánast öruggt Evrópusæti en gátu tryggt það með sigri. Leikurinn hófst rólega en KR skoruðu þó á 9. Mínútu og var þar að verki Egill Jónsson miðjumaðurinn ungi. Fyrirgjöf kom eftir stutt horn á Baldur Sigurðsson sem lagði boltann út á Egil og hann skaut frá vítateignum í fjærhornið eftir að Fjalar hafði haft hönd í boltanum. KR ógnuðu með góðum skotum í fyrri hálfleik en náðu ekki að bæta við, Fylkismenn sýndu lítið fram á við en spurning er hvort þeir hefðu átt að fá víti þegar Tómas Þorsteinsson fór niður í teignum en Þóroddur Hjaltalín flautaði ekki. Fylkismenn komu hinsvegar grimmir í seinni hálfleik og pressuðu KR vel og náðu að skora mark á 62. Mínútu en það var dæmt af, Andrés Már Jóhannesson skallaði þá áfram eftir að Valur Fannar hafði fleytt boltanum áfram en Þóroddur dæmdi brot á Val. Það reyndist ansi dýrkeypt því KR brunuðu í sókn og skoruðu annað mark sitt, Bjarni Guðjónsson átti góða sendingu á Kjartan Henry Finnbogason sem sendi boltann fyrir og Guðjón Baldvinsson var mættur og setti boltann örugglega framhjá Fjalari. Eftir þetta fór pirringur að komast í Fylkismenn og uppskar Ásgeir Börkur Ásgeirsson sitt þriðja rauða spjald í sumar þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa brotið á Bjarna Guðjónssyni. Þá var þetta engin spurning og bætti Baldur við marki á 83. Mínútu þegar hann fékk góða sendingu inn fyrir, lék á Fjalar og virtist vera að missa boltann útaf en náði að renna sér í hann og setja hann í autt netið. KR unnu því leikinn og gulltryggðu sæti sitt í Evrópudeildinni á næsta ári, spilamennska þeirra undir stjórn Rúnars Kristinssonar var allt annað heldur en framan af sumri og hljóta leikmenn KR að naga sig í handarbökin þegar þeir misstu öll þessi stig í byrjun. Fylkismenn hljóta hinsvegar að vera svekktir eftir frábært sumar í fyrra náðu þeir ekki að fylgja eftir og voru lengi í fallbaráttu en náðu stigunum og bíða því spenntir eftir næsta sumri. KR 3 - 0 Fylkir1-0 Egill Jónsson(9.) 2-0 Guðjón Baldvinsson(64.) 3-0 Baldur Sigurðsson( 83.) Áhorfendur: 1111 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12 - 9 ( 6- 4) Varin skot: Lars Ivar Moldskred 4 – Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 5 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 15 - 14 Rangstöður: 2 -8 KR (4-2-3-1 ) Lars Ivan Moldskred 6 Dofri Snorrason 6 (83. Auðunn Örn Gylfason) Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (83. Hróar Sigurðsson) Egill Jónsson 7 Bjarni Eggerts Guðjónsson 6 Kjartan Henry Finnbogason 7 (84. Davíð Einarsson) Baldur Sigurðsson 7 maður leiksins Viktor Bjarki Arnarsson 5 Guðjón Baldvinsson 6 Fylkir (4 -5 -1 )Fjalar Þorgeirsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (86. Ólafur Ingi Stígsson ) Kristján Valdimarsson 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Valur Fannar Gíslason 5 Andrés Már Jóhannesson 6 (66. Andri Már Hermannsson 4) Tómas Þorsteinsson 6 Jóhann Þórhallsson 4 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 4) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Fylkir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki