Umfjöllun: FH-ingar gerðu sitt en það var ekki nóg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2010 13:00 Gunnar Kristjánsson fagnar marki sínu. Mynd/Valli FH-ingar gerðu sitt á Laugardalvellinum í dag með því að vinna 3-0 sigur á Fram en þurfa engu að síður að horfa á eftir Íslandsbikarnum fara í Kópavoginn þar sem Blikar gerðu markalaust jafntefli við Stjörnuna og tryggðu sér titilinn á markatölu. Gunnar Kristjánsson var maður dagsins í FH-liðinu en hann kom inn á sem varamaður á 28. mínútu þegar Björn Daníel Sverrisson meiddist og skoraði tvö fyrstu mörk FH-liðsins með frábærum skotum upp í bláhornið. Atli Viðar Björnsson innsiglaði síðan sigurinn með sínu fjórtánda marki sem dugar þó ekki nema til að fá bronsskóinn þar sem Gilles Ondo og Alfreð Finnbogason léku færri leiki en hann. Leikurinn byrjaði fjörlega og með sóknum beggja liða á víxl en FH-ingar voru fljótari að koma sér í gott færi þegar Hannes Halldórsson bjargaði vel frá Birni Daníel Sverrissyni. Björn Daníel og Hannes lentu á hvorum öðrum í kjölfarið og þetta var ein af mörgum byltum Björns í upphafi leiks. Ólafur Páll Snorrason var hættulegur á hægri vængnum og skapaði tvisvar mikla hættu með tveggja mínútna millibli. Fyrst slapp hann upp að endamörkum en Framliðið náði að bjarga í horn en svo átti hann frábæra fyrirgjöf sem Atli Guðnason skallaði í stöngina. Framarar voru duglegir að minna á sig í skyndisóknunum og besta færið fékk Tómas Leifsson á 22. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en náði ekki góðu skoti og Gunnleifur Gunnleifsson varði örugglega í markinu. Björn Daníel Sverrisson fékk nokkur högg til viðbótar frá Framliðinu sem voru duglegir að brjóta á honum í upphafi leiks og þurfti hann síðan á endanum að yfirgefa völlinn á 28. mínútu. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, setti ekki Gunnar Már Guðmundsson eða Ásgeir Gunnar Ásgeirsson inn á miðjuna í staðinn heldur setti Gunnar Kristjánsson inn og færði Atli Guðnason inn á miðjuna. Það bar ávöxt innan fimm mínútna þegar Atli Guðnason fékk boltann á miðjunni og stakk honum hinn fyrir hægri bakvörð Framara þar sem Gunnar Kristjánsson kom eins og elding, stakka varnarmenn Fram af og skoraði með stórglæsilegu skoti í fjærskeytin. Gunnar var nálægt því að bæta við marki þremur mínútum fyrir hálfleik þegar Atli Viðar Björnsson fiskaði aukaspyrnu á vítateigslínunni en Hannes varði fast skot Gunnars úr aukaspyrnunni. Framarar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og Tómas Leifsson fékk sitt annað dauðafæri í leiknum eftir aðeins þriggja mínútna leik. Tómas fékk laglega sendingu frá Daða Guðmundssyni og komst einn á móti Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði FH, en Gunnleifur náði að verja boltann í horn. FH-ingar lentu í vandræðum með fríska Framara í upphafi seinni hálfleiksins en náðu að þétta betur liðið sitt eftir því sem leið á hálfleikinn og ógnuðu síðan helst í skyndisóknum eftir það. Gunnar Kristjánsson var ekki hættur, hann komst í gott færi á 74. mínútu en skaut rétt framhjá en bætti úr því fimm mínútum síðar. Gunnar fékk þá góða sendingu frá Atla Viðari Björnssyni og átti óverjandi skot upp í bláhornið. Eftir annað markið var það orðið nokkuð að FH-ingar myndu fagna sigri en Atli Viðar Björnsson eyddi öllum vafa með því að skora gott mark eftir skyndisókn og langa sendingu (eða tæklingu) Gunnars Kristjánssonar. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Fram og FH og má finna hana hér: Fram - FH.Fram - FH 0-3 Laugardalsvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: ÓuppgefiðMörkin: 0-1 Gunnar Kristjánsson (33.) 0-2 Gunnar Kristjánsson (79.) 0-3 Atli Viðar Björnsson (85.) Tölfræðin: Skot (á mark): 10-12 (6-8) Varin skot: Hannes 4 - Gunnleifur 6 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstæður: 8-1Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 7 Hlynur Atli Magnússon 6 Daði Guðmundsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Almarr Ormarsson 6 Alexander Veigar Þórarinsson 6 (81., Kristinn Ingi Halldórsson -) Hjálmar Þórarinsson 5 (46., Guðmundur Magnússon 5) Tómas Leifsson 7 (87., Hörður Björgvin Magnússon -)FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 8 Guðmundur Sævarsson 3 (83. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Freyr Bjarnason 7 Tommy Fredsgaard Nielsen 7 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 5 Matthías Vilhjálmsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 (28., Gunnar Kristjánsson 8) - maður leiksins Atli Guðnason 6 (74., Gunnar Már Guðmundsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Ólafur Páll Snorrason 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
FH-ingar gerðu sitt á Laugardalvellinum í dag með því að vinna 3-0 sigur á Fram en þurfa engu að síður að horfa á eftir Íslandsbikarnum fara í Kópavoginn þar sem Blikar gerðu markalaust jafntefli við Stjörnuna og tryggðu sér titilinn á markatölu. Gunnar Kristjánsson var maður dagsins í FH-liðinu en hann kom inn á sem varamaður á 28. mínútu þegar Björn Daníel Sverrisson meiddist og skoraði tvö fyrstu mörk FH-liðsins með frábærum skotum upp í bláhornið. Atli Viðar Björnsson innsiglaði síðan sigurinn með sínu fjórtánda marki sem dugar þó ekki nema til að fá bronsskóinn þar sem Gilles Ondo og Alfreð Finnbogason léku færri leiki en hann. Leikurinn byrjaði fjörlega og með sóknum beggja liða á víxl en FH-ingar voru fljótari að koma sér í gott færi þegar Hannes Halldórsson bjargaði vel frá Birni Daníel Sverrissyni. Björn Daníel og Hannes lentu á hvorum öðrum í kjölfarið og þetta var ein af mörgum byltum Björns í upphafi leiks. Ólafur Páll Snorrason var hættulegur á hægri vængnum og skapaði tvisvar mikla hættu með tveggja mínútna millibli. Fyrst slapp hann upp að endamörkum en Framliðið náði að bjarga í horn en svo átti hann frábæra fyrirgjöf sem Atli Guðnason skallaði í stöngina. Framarar voru duglegir að minna á sig í skyndisóknunum og besta færið fékk Tómas Leifsson á 22. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en náði ekki góðu skoti og Gunnleifur Gunnleifsson varði örugglega í markinu. Björn Daníel Sverrisson fékk nokkur högg til viðbótar frá Framliðinu sem voru duglegir að brjóta á honum í upphafi leiks og þurfti hann síðan á endanum að yfirgefa völlinn á 28. mínútu. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, setti ekki Gunnar Már Guðmundsson eða Ásgeir Gunnar Ásgeirsson inn á miðjuna í staðinn heldur setti Gunnar Kristjánsson inn og færði Atli Guðnason inn á miðjuna. Það bar ávöxt innan fimm mínútna þegar Atli Guðnason fékk boltann á miðjunni og stakk honum hinn fyrir hægri bakvörð Framara þar sem Gunnar Kristjánsson kom eins og elding, stakka varnarmenn Fram af og skoraði með stórglæsilegu skoti í fjærskeytin. Gunnar var nálægt því að bæta við marki þremur mínútum fyrir hálfleik þegar Atli Viðar Björnsson fiskaði aukaspyrnu á vítateigslínunni en Hannes varði fast skot Gunnars úr aukaspyrnunni. Framarar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og Tómas Leifsson fékk sitt annað dauðafæri í leiknum eftir aðeins þriggja mínútna leik. Tómas fékk laglega sendingu frá Daða Guðmundssyni og komst einn á móti Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði FH, en Gunnleifur náði að verja boltann í horn. FH-ingar lentu í vandræðum með fríska Framara í upphafi seinni hálfleiksins en náðu að þétta betur liðið sitt eftir því sem leið á hálfleikinn og ógnuðu síðan helst í skyndisóknum eftir það. Gunnar Kristjánsson var ekki hættur, hann komst í gott færi á 74. mínútu en skaut rétt framhjá en bætti úr því fimm mínútum síðar. Gunnar fékk þá góða sendingu frá Atla Viðari Björnssyni og átti óverjandi skot upp í bláhornið. Eftir annað markið var það orðið nokkuð að FH-ingar myndu fagna sigri en Atli Viðar Björnsson eyddi öllum vafa með því að skora gott mark eftir skyndisókn og langa sendingu (eða tæklingu) Gunnars Kristjánssonar. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Fram og FH og má finna hana hér: Fram - FH.Fram - FH 0-3 Laugardalsvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: ÓuppgefiðMörkin: 0-1 Gunnar Kristjánsson (33.) 0-2 Gunnar Kristjánsson (79.) 0-3 Atli Viðar Björnsson (85.) Tölfræðin: Skot (á mark): 10-12 (6-8) Varin skot: Hannes 4 - Gunnleifur 6 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstæður: 8-1Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 7 Hlynur Atli Magnússon 6 Daði Guðmundsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Almarr Ormarsson 6 Alexander Veigar Þórarinsson 6 (81., Kristinn Ingi Halldórsson -) Hjálmar Þórarinsson 5 (46., Guðmundur Magnússon 5) Tómas Leifsson 7 (87., Hörður Björgvin Magnússon -)FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 8 Guðmundur Sævarsson 3 (83. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Freyr Bjarnason 7 Tommy Fredsgaard Nielsen 7 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 5 Matthías Vilhjálmsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 (28., Gunnar Kristjánsson 8) - maður leiksins Atli Guðnason 6 (74., Gunnar Már Guðmundsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Ólafur Páll Snorrason 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira