Umfjöllun: FH-ingar gerðu sitt en það var ekki nóg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2010 13:00 Gunnar Kristjánsson fagnar marki sínu. Mynd/Valli FH-ingar gerðu sitt á Laugardalvellinum í dag með því að vinna 3-0 sigur á Fram en þurfa engu að síður að horfa á eftir Íslandsbikarnum fara í Kópavoginn þar sem Blikar gerðu markalaust jafntefli við Stjörnuna og tryggðu sér titilinn á markatölu. Gunnar Kristjánsson var maður dagsins í FH-liðinu en hann kom inn á sem varamaður á 28. mínútu þegar Björn Daníel Sverrisson meiddist og skoraði tvö fyrstu mörk FH-liðsins með frábærum skotum upp í bláhornið. Atli Viðar Björnsson innsiglaði síðan sigurinn með sínu fjórtánda marki sem dugar þó ekki nema til að fá bronsskóinn þar sem Gilles Ondo og Alfreð Finnbogason léku færri leiki en hann. Leikurinn byrjaði fjörlega og með sóknum beggja liða á víxl en FH-ingar voru fljótari að koma sér í gott færi þegar Hannes Halldórsson bjargaði vel frá Birni Daníel Sverrissyni. Björn Daníel og Hannes lentu á hvorum öðrum í kjölfarið og þetta var ein af mörgum byltum Björns í upphafi leiks. Ólafur Páll Snorrason var hættulegur á hægri vængnum og skapaði tvisvar mikla hættu með tveggja mínútna millibli. Fyrst slapp hann upp að endamörkum en Framliðið náði að bjarga í horn en svo átti hann frábæra fyrirgjöf sem Atli Guðnason skallaði í stöngina. Framarar voru duglegir að minna á sig í skyndisóknunum og besta færið fékk Tómas Leifsson á 22. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en náði ekki góðu skoti og Gunnleifur Gunnleifsson varði örugglega í markinu. Björn Daníel Sverrisson fékk nokkur högg til viðbótar frá Framliðinu sem voru duglegir að brjóta á honum í upphafi leiks og þurfti hann síðan á endanum að yfirgefa völlinn á 28. mínútu. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, setti ekki Gunnar Már Guðmundsson eða Ásgeir Gunnar Ásgeirsson inn á miðjuna í staðinn heldur setti Gunnar Kristjánsson inn og færði Atli Guðnason inn á miðjuna. Það bar ávöxt innan fimm mínútna þegar Atli Guðnason fékk boltann á miðjunni og stakk honum hinn fyrir hægri bakvörð Framara þar sem Gunnar Kristjánsson kom eins og elding, stakka varnarmenn Fram af og skoraði með stórglæsilegu skoti í fjærskeytin. Gunnar var nálægt því að bæta við marki þremur mínútum fyrir hálfleik þegar Atli Viðar Björnsson fiskaði aukaspyrnu á vítateigslínunni en Hannes varði fast skot Gunnars úr aukaspyrnunni. Framarar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og Tómas Leifsson fékk sitt annað dauðafæri í leiknum eftir aðeins þriggja mínútna leik. Tómas fékk laglega sendingu frá Daða Guðmundssyni og komst einn á móti Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði FH, en Gunnleifur náði að verja boltann í horn. FH-ingar lentu í vandræðum með fríska Framara í upphafi seinni hálfleiksins en náðu að þétta betur liðið sitt eftir því sem leið á hálfleikinn og ógnuðu síðan helst í skyndisóknum eftir það. Gunnar Kristjánsson var ekki hættur, hann komst í gott færi á 74. mínútu en skaut rétt framhjá en bætti úr því fimm mínútum síðar. Gunnar fékk þá góða sendingu frá Atla Viðari Björnssyni og átti óverjandi skot upp í bláhornið. Eftir annað markið var það orðið nokkuð að FH-ingar myndu fagna sigri en Atli Viðar Björnsson eyddi öllum vafa með því að skora gott mark eftir skyndisókn og langa sendingu (eða tæklingu) Gunnars Kristjánssonar. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Fram og FH og má finna hana hér: Fram - FH.Fram - FH 0-3 Laugardalsvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: ÓuppgefiðMörkin: 0-1 Gunnar Kristjánsson (33.) 0-2 Gunnar Kristjánsson (79.) 0-3 Atli Viðar Björnsson (85.) Tölfræðin: Skot (á mark): 10-12 (6-8) Varin skot: Hannes 4 - Gunnleifur 6 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstæður: 8-1Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 7 Hlynur Atli Magnússon 6 Daði Guðmundsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Almarr Ormarsson 6 Alexander Veigar Þórarinsson 6 (81., Kristinn Ingi Halldórsson -) Hjálmar Þórarinsson 5 (46., Guðmundur Magnússon 5) Tómas Leifsson 7 (87., Hörður Björgvin Magnússon -)FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 8 Guðmundur Sævarsson 3 (83. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Freyr Bjarnason 7 Tommy Fredsgaard Nielsen 7 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 5 Matthías Vilhjálmsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 (28., Gunnar Kristjánsson 8) - maður leiksins Atli Guðnason 6 (74., Gunnar Már Guðmundsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Ólafur Páll Snorrason 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
FH-ingar gerðu sitt á Laugardalvellinum í dag með því að vinna 3-0 sigur á Fram en þurfa engu að síður að horfa á eftir Íslandsbikarnum fara í Kópavoginn þar sem Blikar gerðu markalaust jafntefli við Stjörnuna og tryggðu sér titilinn á markatölu. Gunnar Kristjánsson var maður dagsins í FH-liðinu en hann kom inn á sem varamaður á 28. mínútu þegar Björn Daníel Sverrisson meiddist og skoraði tvö fyrstu mörk FH-liðsins með frábærum skotum upp í bláhornið. Atli Viðar Björnsson innsiglaði síðan sigurinn með sínu fjórtánda marki sem dugar þó ekki nema til að fá bronsskóinn þar sem Gilles Ondo og Alfreð Finnbogason léku færri leiki en hann. Leikurinn byrjaði fjörlega og með sóknum beggja liða á víxl en FH-ingar voru fljótari að koma sér í gott færi þegar Hannes Halldórsson bjargaði vel frá Birni Daníel Sverrissyni. Björn Daníel og Hannes lentu á hvorum öðrum í kjölfarið og þetta var ein af mörgum byltum Björns í upphafi leiks. Ólafur Páll Snorrason var hættulegur á hægri vængnum og skapaði tvisvar mikla hættu með tveggja mínútna millibli. Fyrst slapp hann upp að endamörkum en Framliðið náði að bjarga í horn en svo átti hann frábæra fyrirgjöf sem Atli Guðnason skallaði í stöngina. Framarar voru duglegir að minna á sig í skyndisóknunum og besta færið fékk Tómas Leifsson á 22. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en náði ekki góðu skoti og Gunnleifur Gunnleifsson varði örugglega í markinu. Björn Daníel Sverrisson fékk nokkur högg til viðbótar frá Framliðinu sem voru duglegir að brjóta á honum í upphafi leiks og þurfti hann síðan á endanum að yfirgefa völlinn á 28. mínútu. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, setti ekki Gunnar Már Guðmundsson eða Ásgeir Gunnar Ásgeirsson inn á miðjuna í staðinn heldur setti Gunnar Kristjánsson inn og færði Atli Guðnason inn á miðjuna. Það bar ávöxt innan fimm mínútna þegar Atli Guðnason fékk boltann á miðjunni og stakk honum hinn fyrir hægri bakvörð Framara þar sem Gunnar Kristjánsson kom eins og elding, stakka varnarmenn Fram af og skoraði með stórglæsilegu skoti í fjærskeytin. Gunnar var nálægt því að bæta við marki þremur mínútum fyrir hálfleik þegar Atli Viðar Björnsson fiskaði aukaspyrnu á vítateigslínunni en Hannes varði fast skot Gunnars úr aukaspyrnunni. Framarar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og Tómas Leifsson fékk sitt annað dauðafæri í leiknum eftir aðeins þriggja mínútna leik. Tómas fékk laglega sendingu frá Daða Guðmundssyni og komst einn á móti Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði FH, en Gunnleifur náði að verja boltann í horn. FH-ingar lentu í vandræðum með fríska Framara í upphafi seinni hálfleiksins en náðu að þétta betur liðið sitt eftir því sem leið á hálfleikinn og ógnuðu síðan helst í skyndisóknum eftir það. Gunnar Kristjánsson var ekki hættur, hann komst í gott færi á 74. mínútu en skaut rétt framhjá en bætti úr því fimm mínútum síðar. Gunnar fékk þá góða sendingu frá Atla Viðari Björnssyni og átti óverjandi skot upp í bláhornið. Eftir annað markið var það orðið nokkuð að FH-ingar myndu fagna sigri en Atli Viðar Björnsson eyddi öllum vafa með því að skora gott mark eftir skyndisókn og langa sendingu (eða tæklingu) Gunnars Kristjánssonar. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Fram og FH og má finna hana hér: Fram - FH.Fram - FH 0-3 Laugardalsvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: ÓuppgefiðMörkin: 0-1 Gunnar Kristjánsson (33.) 0-2 Gunnar Kristjánsson (79.) 0-3 Atli Viðar Björnsson (85.) Tölfræðin: Skot (á mark): 10-12 (6-8) Varin skot: Hannes 4 - Gunnleifur 6 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstæður: 8-1Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 7 Hlynur Atli Magnússon 6 Daði Guðmundsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Almarr Ormarsson 6 Alexander Veigar Þórarinsson 6 (81., Kristinn Ingi Halldórsson -) Hjálmar Þórarinsson 5 (46., Guðmundur Magnússon 5) Tómas Leifsson 7 (87., Hörður Björgvin Magnússon -)FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 8 Guðmundur Sævarsson 3 (83. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Freyr Bjarnason 7 Tommy Fredsgaard Nielsen 7 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 5 Matthías Vilhjálmsson 5 Björn Daníel Sverrisson 5 (28., Gunnar Kristjánsson 8) - maður leiksins Atli Guðnason 6 (74., Gunnar Már Guðmundsson -) Atli Viðar Björnsson 6 Ólafur Páll Snorrason 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki