Enski boltinn

Tevez afgreiddi Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Argentínumaðurinn Carlos Tevez kom Chelsea niður á jörðina í dag þegar hann skoraði eina markið í leik Man. City og Chelsea í dag.

Markið var frábært einstaklingsframtak. Tevez fékk boltann á miðjum vellinum og lét vaða við vítateiginn. Boltinn hafnaði í bláhorninu.

Þetta var fyrsta tap Chelsea í sex leikjum og aðeins annað markið sem Chelsea fær á sig.

Liðið er samt enn í efsta sætinu og City er enn í því fjórða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×