Handbolti

RN Löwen - Barcelona í beinni á netinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson stýrir RN Löwen í dag.
Guðmundur Guðmundsson stýrir RN Löwen í dag. Mynd/Stefán
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá fyrsta leik Guðmundar Guðmundssonar með Rhein-Neckar Löwen á netinu.

Guðmundur tók í vikunni við starfi þjálfara Löwen og gerði fimm ára samning við félagið. Hann var áður íþróttastjóri þess sem og AG Kaupmannahafnar.

Löwen tapaði óvænt fyrir Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni á dögunum en Guðmundur mun í dag freista þess að koma liðinu aftur á beinu brautina með sigri á erfiðum útivelli, gegn spænska stórliðinu Barcelona í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu.

Leikurinn hefst klukkan 12.20 og má sjá í beinni útsendingu á EHFtv.com.

Með Löwen leika þrír Íslendingar - þeir Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson en sá síðastnefndi er frá vegna meiðsla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×