Breiðablik Íslandsmeistari 2010 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2010 00:01 Blikar taka hér við bikarnum í dag. Mynd/Anton Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari í karlaflokki í fyrsta skipti í sögu félagsins. Blikar gerðu þá markalaust jafntefli gegn Stjörnunni sem dugði til þar sem ÍBV tapaði í Keflavík. FH vann Fram en það dugði ekki til. Vísir fylgdist með æsispennandi lokaumferð og má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig hér að neðan. Einnig má sjá lýsingu á hverjum leik fyrir sig. Lokastaða: Breiðablik 44 stig FH 44 stig ÍBV 42 stig Hér að neðan má lesa leiklýsingu stórleikjanna: Stjarnan - Breiðablik - Keflavík - ÍBV - Fram - FH 15.50: Búið í Garðabænum. Breiðablik er Íslandsmeistari í fyrsta skipti í meistaraflokki karla. Blikar vinna á markatölu. FH í öðru sæti, einnig með 44 stig. ÍBV í því þriðja með 42 stig. 15.46: Keflavík búið að ganga frá ÍBV, staðan þar 4-1. 15.44: Keflavík komið í 3-1 gegn ÍBV sem er þar með endanlega úr leik í baráttunni. Spennan magnast í Garðabænum. 15.42: Atli Viðar að skora fyrir FH og klára þann leik. Hann er nú orðinn jafn Alfreð Finnbogasyni á lista markahæstu manna. FH þarf nú mark frá Stjörnunni og titillinn er þeirra. 15.39: Ekki góður dagur hjá Alberti Sævarssyni. Hann er búinn að gefa eitt mark og var nú að klúðra vítaspyrnu. Reyndi alveg eins víti og um daginn en var lesinn í þetta skiptið. Grátlegt fyrir Eyjamenn því mark þarna hefði gefið þeim von. Blikar eru núna 6 mínútum frá titlinum. 15.35: Allt að gerast núna. Gunnar Kristjánsson var að skora glæsimark fyrir FH og svo gott sem tryggja þeim sigur gegn Fram. Dennis Sytnik var síðan að minnka muninn fyrir ÍBV og gefa þeim smá líflínu. Blikar hafa þetta allt saman í eigin höndum en þar er enn markalaust. 15.31: ÍBV er úr leik eftir að vera komið 2-0 undir gegn Keflavík. Þetta er nú barátta á milli Breiðabliks og FH. FH yfir gegn Fram og mark hjá Stjörnunni færir FH titilinn. Blikar eru núna 15 mínútum frá titlinum. 15.22: Ingvar Kale, markvörður Breiðabliks, var með sannkallaða meistaramarkvörslu. Ef Blikar gæta ekki að sér og setja mark gæti FH stolið titlinum á lokamínútunum. Tómas Leifsson fékk reyndar frábært færi fyrir Fram áðan en brást bogalistin. 15.18: Mikið fjör í Garðabænum og bæði lið sækja af krafti. Mark liggur í loftinu og það hjá báðum liðum. 15.11: Blikar byrja síðari hálfleik með miklum látum. Allt annað að sjá til liðsins. Stjörnumenn þó ávallt líklegir og hættuleg staða hjá Blikum. Keflvíkingar hafa í tvígang verið nærri því að skora aftur gegn ÍBV. 15.02: Síðari hálfleikur hafinn. Eftir að hafa skoðað mörkin vel í hálfleik má algjörlega skrifa mark Keflavíkur á Albert Sævarsson, markvörð ÍBV. Hann átti að verja skot Harðar. 14.47: Blikar eru meistarar á markatölu eins og staðan er í leikhléi. Stigið sem liðið hangir á í Garðabænum dugar liðinu þar sem ÍBV er að tapa gegn Keflavík. FH er síðan að vinna Fram í Laugardalnum. 14.34: Gunnar Kristjánsson, lánsmaður frá KR, er búinn að koma FH yfir gegn Fram. Glæsilegt mark. Hann keyrði upp kantinn, inn í teiginn og afgreiddi svo færið með glans. FH því jafnt að stigum við Blika en Blikar eru með betri markatölu. Blikar verða því að gæta að sér í Garðabænum. Þar var Kristinn Steindórsson að klúðra dauðafæri. 14.30: Blikar eru meistarar eins og staðan er eftir hálftímaleik en ÍBV er komið niður í þriðja sætið. Sóknarleikur Blika er ekki eins kröftugur og áður. Allt spil hægt og vörn Stjörnunnar ekki að lenda í neinum vandræðum. Blikar sakna greinilega Alfreðs Finnbogasonar. 14.22: ÍBV er lent undir í Keflavík en Hörður Sveinsson var að skora fyrir Keflavík. Blikar nálægt því að komast yfir er Kristinn Jónsson tók góða hornspyrnu sem Bjarni Þórður varði vel. FH sækir grimmt en ekki skorað. 14.17: FH-ingar vildu fá víti er boltinn virtist fara í hönd leikmanns Fram. Kristinn Jakobsson dæmdi ekki neitt. Taugastrekktir Blikar eru ekki að skapa neitt í Garðabænum enn sem komið er. 14.10: Enn markalaust í stóru leikjunum þremur. Eitt mark komið í dag og það skoraði hinn ungi KR-ingur, Egill Jónsson. Sá leikur skiptir engu máli. 13.55: Það er skítaveður út um allt land og aðstæður gætu eflaust haft áhrif á gang mála í leikjum dagsins. Ekki verður hægt að kvarta yfir of þurru gervigrasi í Garðabænum því það hellirignir. 13.00 Velkomin til leiks! Hér ræðst baráttan um Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik, ÍBV og FH eiga möguleika á titlinum en þessi lið eiga öll erfiða leiki fyrir höndum í dag. Efst í fréttinni má sjá lokastöðuna miðað við núverandi stöðu leikjanna. Hún verður uppfærð með hverju marki sem verður skorað í leikjunum þremur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari í karlaflokki í fyrsta skipti í sögu félagsins. Blikar gerðu þá markalaust jafntefli gegn Stjörnunni sem dugði til þar sem ÍBV tapaði í Keflavík. FH vann Fram en það dugði ekki til. Vísir fylgdist með æsispennandi lokaumferð og má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig hér að neðan. Einnig má sjá lýsingu á hverjum leik fyrir sig. Lokastaða: Breiðablik 44 stig FH 44 stig ÍBV 42 stig Hér að neðan má lesa leiklýsingu stórleikjanna: Stjarnan - Breiðablik - Keflavík - ÍBV - Fram - FH 15.50: Búið í Garðabænum. Breiðablik er Íslandsmeistari í fyrsta skipti í meistaraflokki karla. Blikar vinna á markatölu. FH í öðru sæti, einnig með 44 stig. ÍBV í því þriðja með 42 stig. 15.46: Keflavík búið að ganga frá ÍBV, staðan þar 4-1. 15.44: Keflavík komið í 3-1 gegn ÍBV sem er þar með endanlega úr leik í baráttunni. Spennan magnast í Garðabænum. 15.42: Atli Viðar að skora fyrir FH og klára þann leik. Hann er nú orðinn jafn Alfreð Finnbogasyni á lista markahæstu manna. FH þarf nú mark frá Stjörnunni og titillinn er þeirra. 15.39: Ekki góður dagur hjá Alberti Sævarssyni. Hann er búinn að gefa eitt mark og var nú að klúðra vítaspyrnu. Reyndi alveg eins víti og um daginn en var lesinn í þetta skiptið. Grátlegt fyrir Eyjamenn því mark þarna hefði gefið þeim von. Blikar eru núna 6 mínútum frá titlinum. 15.35: Allt að gerast núna. Gunnar Kristjánsson var að skora glæsimark fyrir FH og svo gott sem tryggja þeim sigur gegn Fram. Dennis Sytnik var síðan að minnka muninn fyrir ÍBV og gefa þeim smá líflínu. Blikar hafa þetta allt saman í eigin höndum en þar er enn markalaust. 15.31: ÍBV er úr leik eftir að vera komið 2-0 undir gegn Keflavík. Þetta er nú barátta á milli Breiðabliks og FH. FH yfir gegn Fram og mark hjá Stjörnunni færir FH titilinn. Blikar eru núna 15 mínútum frá titlinum. 15.22: Ingvar Kale, markvörður Breiðabliks, var með sannkallaða meistaramarkvörslu. Ef Blikar gæta ekki að sér og setja mark gæti FH stolið titlinum á lokamínútunum. Tómas Leifsson fékk reyndar frábært færi fyrir Fram áðan en brást bogalistin. 15.18: Mikið fjör í Garðabænum og bæði lið sækja af krafti. Mark liggur í loftinu og það hjá báðum liðum. 15.11: Blikar byrja síðari hálfleik með miklum látum. Allt annað að sjá til liðsins. Stjörnumenn þó ávallt líklegir og hættuleg staða hjá Blikum. Keflvíkingar hafa í tvígang verið nærri því að skora aftur gegn ÍBV. 15.02: Síðari hálfleikur hafinn. Eftir að hafa skoðað mörkin vel í hálfleik má algjörlega skrifa mark Keflavíkur á Albert Sævarsson, markvörð ÍBV. Hann átti að verja skot Harðar. 14.47: Blikar eru meistarar á markatölu eins og staðan er í leikhléi. Stigið sem liðið hangir á í Garðabænum dugar liðinu þar sem ÍBV er að tapa gegn Keflavík. FH er síðan að vinna Fram í Laugardalnum. 14.34: Gunnar Kristjánsson, lánsmaður frá KR, er búinn að koma FH yfir gegn Fram. Glæsilegt mark. Hann keyrði upp kantinn, inn í teiginn og afgreiddi svo færið með glans. FH því jafnt að stigum við Blika en Blikar eru með betri markatölu. Blikar verða því að gæta að sér í Garðabænum. Þar var Kristinn Steindórsson að klúðra dauðafæri. 14.30: Blikar eru meistarar eins og staðan er eftir hálftímaleik en ÍBV er komið niður í þriðja sætið. Sóknarleikur Blika er ekki eins kröftugur og áður. Allt spil hægt og vörn Stjörnunnar ekki að lenda í neinum vandræðum. Blikar sakna greinilega Alfreðs Finnbogasonar. 14.22: ÍBV er lent undir í Keflavík en Hörður Sveinsson var að skora fyrir Keflavík. Blikar nálægt því að komast yfir er Kristinn Jónsson tók góða hornspyrnu sem Bjarni Þórður varði vel. FH sækir grimmt en ekki skorað. 14.17: FH-ingar vildu fá víti er boltinn virtist fara í hönd leikmanns Fram. Kristinn Jakobsson dæmdi ekki neitt. Taugastrekktir Blikar eru ekki að skapa neitt í Garðabænum enn sem komið er. 14.10: Enn markalaust í stóru leikjunum þremur. Eitt mark komið í dag og það skoraði hinn ungi KR-ingur, Egill Jónsson. Sá leikur skiptir engu máli. 13.55: Það er skítaveður út um allt land og aðstæður gætu eflaust haft áhrif á gang mála í leikjum dagsins. Ekki verður hægt að kvarta yfir of þurru gervigrasi í Garðabænum því það hellirignir. 13.00 Velkomin til leiks! Hér ræðst baráttan um Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik, ÍBV og FH eiga möguleika á titlinum en þessi lið eiga öll erfiða leiki fyrir höndum í dag. Efst í fréttinni má sjá lokastöðuna miðað við núverandi stöðu leikjanna. Hún verður uppfærð með hverju marki sem verður skorað í leikjunum þremur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti