Íslenski boltinn

Þórhallur Dan: Er endanlega hættur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Úr leik hjá Haukum.
Úr leik hjá Haukum.

„Það var gaman að við skildum enda veru okkar í deildinni með sigri. Við vorum ekkert sérstakir í seinni hálfleik en gott að ná sigrinum,“ sagði Þórhallur Dan Jóhannesson, varnarmaður Hauka, sem lék lokaleik sinn í efstu deild karla í sigri liðsins gegn Val, 2-1.

„Við spiluðum góðan fótbolta í sumar en hefðum mátt byrja sigurlotuna fyrr. Við vorum mjög flottir í seinni hluta mótsins og því súrt að hafa ekki gert betur í fyrri umferðinni,“ segir Þórhallur sem átti skínandi leik í vörn Hauka en leggur nú skónna á hilluna eftir farsælan feril.

„Ég á eflaust eitt ár eftir í viðbót en ég verð 38 ára gamall í desember og gæti verið pabbi nokkurra stráka sem ég er að spila með. Þetta var 21. árið mitt í meistaraflokk og fínt að hætta núna. Núna er það golfið sem tekur og að gera börnin mín að alvöru íþróttamönnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×