Umfjöllun: Haukar unnu lokaleik sinn í Pepsi-deildinni Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. september 2010 00:01 Haukar höfðu betur gegn Valsmönnum að Hlíðarenda í dag, 2-1, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Fyrir leikinn var ljóst að Haukar væru fallnir úr deildinnni og Valur hafði að litlu að keppa. Þrátt fyrir það var boðið upp á prýðilegan knattspyrnuleik. Haukar mættu ákveðnir til leiks og ætluðu sér greinilega að ná forystunni snemma í leiknum. Þeir fengu nokkur góð marktækifæri áður en Arnar Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 22. mínútu leiksins. Valsmenn fengu fá tækifæri í fyrri hálfleik en það sem rataði á markið endaði í höndunum á Daða Lárussyni, markverði Hauka. Haukar tvöfölduðu forystu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir laglega sókn. Magnús Björgvinsson geystist upp hægri kantinn og sendi boltann inn í teiginn þar sem Úlfar Hrafn Pálsson renndi sér eftir boltanum og kom Haukum í 2-0. Við markið dró aðeins af Haukum meðan Valsmenn sóttu í sig veðrið. Sigurbjörn Hreiðarsson gaf Hlíðarendapiltum líflínu á 77. mínútu þegar frábært skot hans endaði í netinu. Valsmenn náðu hins vegar ekki að skapa sér fleiri marktækifæri í leiknum og Haukar enduðu því tímabilið með sigri. Það hlýtur að vera forgangsmál fyrir Valsmenn að næla sér í markaskorara fyrir næsta tímabil því sóknir þeirra voru afar bitlausar og þeim vantar leikmann sem getur skapað mörk upp úr litlu. Haukar geta aftur á móti verið stoltir af þeim karakter sem liðið sýndi undir lok Íslandsmótsins. Liðið lék skínandi knattspyrnu og hefði átt að vinna stærri sigur í dag.Haukar-Valur 2-1 1-0 Arnar Gunnlaugsson, víti (22.) 2-0 Úlfar Hrafn Pálsson (52.) 2-1 Sigurbjörn Örn Heiðarsson (77.)Dómari: Erlendur Eiríksson 7Skot (á mark): 8-10 (5-5)Varin skot: Daði 4 - Kjartan 3Horn: 1-1Aukaspyrnur fengnar: 6-5Rangstöður: 4-1Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 - maður leiksins Jamie McCunnie 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 6 (75. Pétur Ásbjörn Sæmundsson -) Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 5 Úlfar Hrafn Pálsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 5 (45. Hilmar Rafn Emilsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Arnar Gunnlaugsson 7 Magnús Björgvinsson 5 (73. Hilmar Trausti Arnarsson -)Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Þórir Guðjónsson 4 Rúnar Már Sigurjónsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Jón Vilhelm Ákason 5 Baldur I. Aðalsteinsson 5 Diarmuid O'Carroll 4 (45. Matthías Guðmundsson 5) Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar - Valur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Haukar höfðu betur gegn Valsmönnum að Hlíðarenda í dag, 2-1, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Fyrir leikinn var ljóst að Haukar væru fallnir úr deildinnni og Valur hafði að litlu að keppa. Þrátt fyrir það var boðið upp á prýðilegan knattspyrnuleik. Haukar mættu ákveðnir til leiks og ætluðu sér greinilega að ná forystunni snemma í leiknum. Þeir fengu nokkur góð marktækifæri áður en Arnar Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 22. mínútu leiksins. Valsmenn fengu fá tækifæri í fyrri hálfleik en það sem rataði á markið endaði í höndunum á Daða Lárussyni, markverði Hauka. Haukar tvöfölduðu forystu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir laglega sókn. Magnús Björgvinsson geystist upp hægri kantinn og sendi boltann inn í teiginn þar sem Úlfar Hrafn Pálsson renndi sér eftir boltanum og kom Haukum í 2-0. Við markið dró aðeins af Haukum meðan Valsmenn sóttu í sig veðrið. Sigurbjörn Hreiðarsson gaf Hlíðarendapiltum líflínu á 77. mínútu þegar frábært skot hans endaði í netinu. Valsmenn náðu hins vegar ekki að skapa sér fleiri marktækifæri í leiknum og Haukar enduðu því tímabilið með sigri. Það hlýtur að vera forgangsmál fyrir Valsmenn að næla sér í markaskorara fyrir næsta tímabil því sóknir þeirra voru afar bitlausar og þeim vantar leikmann sem getur skapað mörk upp úr litlu. Haukar geta aftur á móti verið stoltir af þeim karakter sem liðið sýndi undir lok Íslandsmótsins. Liðið lék skínandi knattspyrnu og hefði átt að vinna stærri sigur í dag.Haukar-Valur 2-1 1-0 Arnar Gunnlaugsson, víti (22.) 2-0 Úlfar Hrafn Pálsson (52.) 2-1 Sigurbjörn Örn Heiðarsson (77.)Dómari: Erlendur Eiríksson 7Skot (á mark): 8-10 (5-5)Varin skot: Daði 4 - Kjartan 3Horn: 1-1Aukaspyrnur fengnar: 6-5Rangstöður: 4-1Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 - maður leiksins Jamie McCunnie 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 6 (75. Pétur Ásbjörn Sæmundsson -) Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 5 Úlfar Hrafn Pálsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 5 (45. Hilmar Rafn Emilsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Arnar Gunnlaugsson 7 Magnús Björgvinsson 5 (73. Hilmar Trausti Arnarsson -)Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Þórir Guðjónsson 4 Rúnar Már Sigurjónsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Jón Vilhelm Ákason 5 Baldur I. Aðalsteinsson 5 Diarmuid O'Carroll 4 (45. Matthías Guðmundsson 5) Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar - Valur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti