Sport

Houllier: Nýttum færin ekki nógu vel

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, gat verið stoltur af því hversu vel hans leikmenn léku gegn Man. Utd í dag. Að sama skapi var það afar svekkjandi fyrir Houllier að horfa á sína menn missa forskotið niður eftir að hafa spilað vel.

Enski boltinn

Vettel fljótastur og getur orðið yngsti heimsmeistari sögunnar

Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir lokamótið Formúlu 1 mótaraðarinnar sem verður í Abu Dhabi á sunnudag. Hann varð brotabrotum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Fernando Alonso varð þriðji. Fjórði maðurinn í kapphlaupinu um meistaratitilinn, Mark Webber á Red Bull varð fimmti.

Formúla 1

Frábær endurkoma hjá Man. Utd

Eftir að hafa verið nær meðvitundarlausir í tæpar 80 mínútur rifu leikmenn Man. Utd sig upp gegn Aston Villa. Unnu upp tveggja marka forskot Villa og tryggðu sér jafntefli, 2-2.

Enski boltinn

Leikaraskapur er að drepa fótboltann

Hinn afar málglaði leikmaður Tottenham, Benoit Assou-Ekotto, er orðinn þreyttur á leikmönnum sem kasta sér ítrekað í grasið án ástæðu og segir að þeir séu að eyðileggja íþróttina.

Enski boltinn

Tiger búinn að missa af lestinni í Ástralíu

Það er orðið endanlega ljóst að Tiger Woods nær ekki að verja titil sinn á ástralska meistaramótinu í golfi. Tiger fór þriðja hringinn á 71 höggi og er 10 höggum á eftir efsta manni, Adam Bland, fyrir lokadaginn.

Golf

Ekki velja Rooney í landsliðið

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur beðið Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, um að velja ekki Wayne Rooney í enska landsliðið sem mætir Frökkum í vináttulandsleik á miðvikudag.

Enski boltinn

Vettel og Webber fremstir á lokaæfingunni

Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Abu Dhabi í dag. Vettel var 0.133 sekúndum á undan Webber, en Lewis Hamilton var 0.584 á eftir, en Fernando Alonson fjórði. Þessir kappar eru í titilslagnum um um helgina.

Formúla 1

Webber sefur eins og ungabarn þrátt fyrir spennandi titilslag

Mark Webber er einn fjögurra sem á möguleika á meistaratitli ökumanna um helgina í lokamótinu í Abu Dhabi. Hann hefur aldrei verið í titilslag áður, en virðist yfirvegaður og klár í slaginn þrátt fyrir mikla fjölmiðlaathygli á mótsstað og spennu vegna stöðunnar í stigamótinu. Fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum í lokamótinu.

Formúla 1

Alonso: Tímatakan verður jöfn

Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun.

Formúla 1

Lennon gæti fengið tveggja mánaða bann

Neil Lennon, stjóri Celtic, missti algjörlega stjórn á skapi sínu er liðið tapaði fyrir Eggerti Gunnþóri Jónssyni og félögum í Hearts. Hann var rekinn upp í stúku er hann hellti sér yfir dómarann.

Fótbolti

Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó

Zlatan Ibrahimovic er búinn að fá sérstakt heiðursbeltið í tækvondó en hann fékk það þó ekki fyrir að sparka ítrekað í liðsfélaga sína hjá AC Milan. Zlatan hefur verið með svarta beltið í tækvondó síðan að hann var 17 ára en fékk þessa viðurkenningu hjá ítölskum tækvondóklúbb í vikunni.

Fótbolti

Guðmundur: Erum alltof sveiflukenndir

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel, vörnin var að halda og þeir skoruðu bara 2 stig fyrstu fimm mínúturnar og munurinn er aðeins fimm stig. Síðan hrökk þetta í baklás hjá okkur," sagði Guðmundur Jónsson leikmaður Njarðvíkur eftir 92-69 tap gegn KR í DHL höllinni.

Körfubolti

Pavel: Ætlum að gera þetta að sterkasta heimavellinum

„Það er mjög gott að vera kominn aftur á sigurbraut og vonandi að við höldum því áfram, við höfum unnið tvo leiki og tapað einum og ef við ætlum að vera besta liðið í deildinni þurfum við að komast á skrið og hætta að tapa," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR sem átti stóran þátt í 92-69 sigri KR á Njarðvík í DHL höllinni í kvöld.

Körfubolti

Tommy Nielsen framlengdi um eitt ár

Tommy Nielsen mun spila sitt níunda tímabil með FH í úrvalsdeild karla en hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samnning við FH. Þetta kom fram í kvöld á heimasíðu stuðingsmanna félagsins, FHingar.net.

Íslenski boltinn

KR vann öruggan sigur á Njarðvík í DHL-höllinni

KR-ingar unnu öruggan 23 stiga sigur á Njarðvíkingum í DHL höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld, 92-69. Sigur KR-liðsins var afar öruggur að þótt Njarðvíkingar hefðu ekki verið langt frá fram í síðasta leikhluta. KR-ingar fóru upp í þriðja sætið í deildinni með þessum sigri en Njarðvíkingar eru hinsvegar í því tíunda.

Körfubolti