Enski boltinn

Bendtner verður að vera þolinmóður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Daninn Nicklas Bendtner er orðinn ansi þreyttur á bekknum hjá Arsenal og hefur látið í það skína að hann ætli sér að yfirgefa félagið fái hann ekki fleiri tækifæri.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur beðið hann um að sýna þolinmæði.

"Hafið þið einhvern tímann séð leikmann á bekknum sem er sáttur við að vera þar? Það er erfitt að biðja leikmenn um að vera þolinmóðir en maður verður samt að gera það," sagði Wenger.

"Ég hef verið mjög ánægður með Nicklas sem hefur sýnt gott viðhorf og lagt hart að sér. Þegar hann verður kominn í sitt besta form mun hann spila meira. Núna verður hann að vera þolinmóður í smá tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×