Fótbolti

Lennon gæti fengið tveggja mánaða bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Neil Lennon, stjóri Celtic, missti algjörlega stjórn á skapi sínu er liðið tapaði fyrir Eggerti Gunnþóri Jónssyni og félögum í Hearts. Hann var rekinn upp í stúku er hann hellti sér yfir dómarann.

Hann hefur þegar verið dæmdur í tveggja leikja bann en gæti fengið lengra bann er skýrsla dómarans verður tekin fyrir. Þá gæti hann fengið allt að tveggja mánaða bann.

Lennon taldi að leikmaður Celtic hefði ekki átt að fá rauða spjaldið í leiknum og svo var hann einning brjálaður er hann taldi Celtic eiga að fá víti í leiknum.

Hann sagðist ekkert skilja í því af hverju hann hefði verið sendur upp í stúku.

"Dómarinn tók ákvörðunina eftir að hafa ráðfært sig við fjórða dómarann. Þetta var algjör skandall. Ég mun leita eftir útskýringum en þeir eru örugglega tilbúnir með sína sögu," sagði Lennon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×