Enski boltinn

Hodgson er ekki nógu ánægður með Johnson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er alls ekki nógu ánægður með bakvörðinn Glen Johnson. Hodgson segir að frammistaða hans í vetur sé ekki í alþjóðlegum gæðaflokki.

Johnson hefur reyndar ekki verið að alveg heill heilsu og hann mun missa af leiknum gegn Stoke í dag vegna meiðsla.

"Ég býst við honum sterkari er hann kemur til baka. Hann hefur ekki staðið sig eins vel og ég gerði mér væntingar um. Ég held hann viti það sjálfur að hann geti gert betur," sagði Hodgson.

Liverpool hefur ekki tapað síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í níunda sæti fyrir leiki dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×