Íslenski boltinn

Tommy Nielsen framlengdi um eitt ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tommy Nielsen.
Tommy Nielsen. Mynd/Arnþór

Tommy Nielsen mun spila sitt níunda tímabil með FH í úrvalsdeild karla en hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samnning við FH. Þetta kom fram í kvöld á heimasíðu stuðingsmanna félagsins, FHingar.net.

Tommy verður 39 ára gamall á næsta ári en hann spilaði sitt fyrsta tímabil með liðinu sumarið 2003.

Tommy hefur alls leikið 137 úrvalsdeildarleiki með FH undanfarin átta sumur og liðið hefur aðeins tapað 22 þeirra.

Hann hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari á þessum átta tímabilum og liðið hefur alltaf endað með tveggja efstu liðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×