Enski boltinn

Ekki velja Rooney í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur beðið Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, um að velja ekki Wayne Rooney í enska landsliðið sem mætir Frökkum í vináttulandsleik á miðvikudag.

Rooney hefur verið í vandræðum með ökklann á sér í sjö mánuði og hefur ekkert leikið síðustu vikur vegna meiðslanna. Hann er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann var í endurhæfingu.

Capello vantar sárlega framherja enda eru þeir Jermain Defoe, Darren Bent og Bobby Zamora allir meiddir.

"Rooney getur bara komið til greina í landsliðið ef hann er heill heilsu og það er hann ekki," sagði Ferguson.

Andy Carroll verður væntanlega valinn í landsliðið og svo er einnig búist við því að Capello velji Matt Jarvis hjá Wolves og Jay Bothroyd frá Cardiff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×