Enski boltinn

Houllier: Nýttum færin ekki nógu vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ashley Young fiskar hér víti í dag.
Ashley Young fiskar hér víti í dag.

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, gat verið stoltur af því hversu vel hans leikmenn léku gegn Man. Utd í dag. Að sama skapi var það afar svekkjandi fyrir Houllier að horfa á sína menn missa forskotið niður eftir að hafa spilað vel.

"Við vorum að spila við Man. Utd og það er ekkert tryggt þó svo staðan sé 2-0. Fyrra markið þeirra, sem var frábært, gaf þeim mikið sjálfstraust," sagði Houllier.

"Við sköpuðum mikið af færum í þessum leik en nýttum færin ekki nógu vel og ég var svekktur fyrir hönd strákanna. Ég var með mikið af ungum strákum og þeir upplifðu draum að vera í byrjunarliðinu gegn Man. Utd."

Villa átti skot í slá og stöng í leiknum og hefði hæglega getað unnið þægilegan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×