Enski boltinn

Jóhannes Karl aftur kominn í lið Huddersfield

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Huddersfield í dag er það tapaði fyrir Oldham, 1-0, í ensku C-deildinni í dag. Jóhannes hefur mátt verma bekkinn mikið síðustu vikur en er aftur kominn í liðið.

Kári Árnason var ekki í leikmannahópi Plymouth sem tapaði gegn Tranmere, 1-0, og Ármann Smári Björnsson sat allan tímann á bekknum hjá Hartlepool sem lagði Brighton, 3-1.

Huddersfield er í öðru sæti deildarinnar, Plymouth því fimmtánda og Hartlepool í átjánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×