Enski boltinn

Dapurt gengi Íslendingaliðanna í ensku B-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar.
Aron Einar.

Aron Einar Gunnarsson var frekar óvænt á bekknum hjá Coventry í dag er liðið sótti Crystal Palace heim í ensku B-deildinni. Aron Einar lék síðustu 25 mínútur leiksins sem Palace vann, 2-0.

Hermann Hreiðarsson sat allan tímann á bekknum hjá Portsmouth sem tapaði fyrir Doncaster á heimavelli, 2-3. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR sem gerði markalaust jafntefli gegn Nott. Forest.

QPR er í öðru sæti deildarinnar, Coventry því tíunda og Portsmouth í fjórtánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×