Enski boltinn

Öruggt hjá Spurs - vandræðagangur á Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bale fagnar marki í dag.
Bale fagnar marki í dag.

Gareth Bale var í banastuði með Tottenham í dag er liðið skellti Blackburn, 4-2, á White Hart Lane. Bale skoraði tvö mörk í leiknum og lék á alls oddi.

Man. City varð að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Birmingham. Ekki sannfærandi frammistaða hjá City í dag.

Allt varð síðan vitlaust á vellinum þegar Roberto Mancini, stjóri City, tók Carlos Tevez af velli er tæpar tíu mínútur voru eftir. Í hans stað kom Gareth Barry. Stórundarleg skipting.

Ekki var baulað minna þegar leikurinn var flautaður af og pressan á Mancini eykst með hverjum leik og spurning hvort hann lifi mikið lengur í starfi hjá City.

Úrslit dagsins.

Man. City-Birmingham  0-0

Newcastle-Fulham  0-0

Tottenham-Blackburn  4-2

1-0 Gareth Bale (16.), 2-0 Roman Pavlyuchenko (42.), 3-0 Peter Crouch (69.), 4-0 Gareth Bale (75.), 4-1 David Dunn (80.), 4-2 Gael Givet (90.)

West Ham-Blackpool  0-0

Wigan-WBA  1-0

1-0 Victor Moses (70.)

Wolves-Bolton  2-3

0-1 Richard Stearman, sjm (1.), 0-2 Johan Elmander (62.), 0-3 Stuart Holden (67.), 1-3 Kevin Foley (69.), 2-3 Steven Fletcher (78.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×