Fótbolti

De Jong verður valinn í landsliðið eftir áramót

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn harði, Nigel de Jong, hefur ekki verið valinn í hollenska landsliðið síðan hann slátraði Hatim ben Arfa, leikmanni Newcastle. De Jong fótbraut Ben Arfa sem spilar ekki meira í vetur.

Bert Van Marwijk landsliðsþjálfari refsaði de Jong með því að velja hann ekki í landsliðið en hefur nú gefið út að de Jong verði valinn í liðið á nýjan leik á næsta ári.

"Ég mun velja Nigel í liðið í leikina sem verða snemma á næsta ári. Ég vænti þess að hann bíði spenntur eftir því að spila aftur fyrir landsliðið," sagði Marwijk en orðrómur hefur verið uppi að de Jong sé svo fúll að hann ætli aldrei aftur að spila fyrir landsliðið.

"Ég hef heyrt þennan orðróm en ég er viss um að hann á ekki við rök að styðjast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×