Enski boltinn

Ferguson: Við vorum allt of lengi í gang

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var þakklátur fyrir stigið gegn Aston Villa í dag og viðurkenndi að sitt lið hefði verið í tómu bulli áður en það kom til baka með stæl og jafnaði leikinn.

"Við hefðum getað fengið á okkur sex mörk í síðari hálfleik. Þeir hreinlega óðu í færum og við vorum í tómu rugli út um allan völl," sagði Ferguson.

"Ég tel okkur hafa séð frábæran leik hér í dag og ég tek ekkert af Villa sem spilaði vel og af miklum krafti. Ég get ekki kvartað yfir því að við höfum unnið upp tveggja marka forskot á síðustu tíu mínútunum. Ef leikurinn hefði verið í fimm mínútur í viðbót þá hefðum við unnið. Við vorum allt of lengi í gang."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×