Sport

Chicago lagði Dallas - Rose skoraði 26 stig

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þa sem að sigur Chicago Bulls gegn Dallas bar hæst. Lokatölur 82-77. Derrick Rose skoraði 26 stig fyrir Bulls og hann gaf að auki 9 stoðsendingar. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 19 fyrir Dallas. Carlos Boozer lék ekki með Bulls þriðja leikinn í röð vegna meiðsla á ökkla.

Körfubolti

Ingimundur: Norðmenn eru hrokagikkir

Það var ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með varnaruxanum Ingimundi Ingimundarsyni gegn Noregi í gær. Hann var í stanslausum slagsmálum við norsku leikmennina allan leikinn og virtist skemmta sér konunglega.

Handbolti

Höldum næsta markmiði fyrir okkur

„Ég var afskaplega ánægður með þennan leik. Það var hart tekist á og bæði lið fórnuðu sér. Þetta var gríðarlega fastur varnarleikur. Sóknarleikurinn var ekki upp á það besta í fyrri hálfleik en snarbatnaði í síðari hálfleik.

Handbolti

Logi Geirsson: „Eitthvað stórkostlegt í fæðingu hjá Íslandi á HM“

Að venju var mikið um að vera í HM þættinum Þorsteinn J. & gestir í kvöld fyrir og eftir sigurleik Íslands gegn Noregi í Linköping í Svíþjóð. Logi Geirsson sérfræðingur þáttarins sagði m.a. að það væri eitthvað stórkostlegt í fæðingu hjá íslenska liðinu á HM. „Krafturinn í liðinu er ótrúlegur, Norðmennirnir gjörsamlega sprungu og það var stríðsdans hjá Íslandi. Okkur eru allir vegir færir,“ sagði Logi m.a. í þættinum.

Handbolti

Norðmenn: Töpuðum fyrir betra liði

Norskir fjölmiðlar fjalla mikið um landsleik Íslands og Noregs í kvöld þar sem Íslendingar höfðu betur 29-22. Norðmenn fara án stiga í milliriðil og möguleikar liðsins á að komast í undanúrslit eru úr sögunni.

Handbolti

Sigurhrina Íslands á HM - samantekt frá Stöð 2 sport

Íslenska landsliðið vann alla fimm leiki sína í riðlakeppninni á HM í Svíþjóð sem er einstakur árangur í handboltasögu þjóðarinnar. Keppni í milliriðli hefst á laugardaginn með leik gegn Þjóðverjum og fram að þeim tíma geta lesendur Vísis gleymt sér yfir þessu myndbandi sem birt var í þættinum Þorsteinn J. & gestir í kvöld. Hljómsveitin Hjaltalín á kryddar upplifunina enn frekar. Góða skemmtun.

Handbolti

Mætum Frökkum í síðasta leik

Nú er ljóst hvernig leikjaniðurröðun verður í íslenska milliriðlinum í Jönköping. Tímasetning leikjanna hefur þó ekki enn verið ákveðin en mótshaldarar munu tilkynna leiktíma á morgun.

Handbolti

Umfjöllun: Danir með fjögur stig í milliriðilinn

Króatar og Danir mættust í gríðarlega mikilvægum leik í síðustu umferð riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld. Bæði lið voru komin áfram í milliriðlana fyrir leikinn og snerist málið því um hversu mörg stig þau tækju með sér þangað. Svo fór að Danir unnu þægilegan sigur, 34-29, og fara með fjögur stig áfram í milliriðlinum á meðan Króatar taka einungis eitt stig með sér líkt og Serbar.

Handbolti

Spellerberg: Komnir í bestu mögulegu stöðu

„Við erum búnir að koma okkur í bestu mögulegu stöðu fyrir milliriðlana, höfum unnið fimm góða sigra og gætum ekki verið ánægðari en við erum núna. Við höfum náð að láta þá hluti ganga upp sem þurfti svo við kæmumst í þessa stöðu og nú þurfum við að taka þá með okkur í milliriðlana.“ sagði Bo Spellerberg leikmaður Dana eftir öruggan sigur Dana gegn Króötum í Malmö í kvöld.

Handbolti

Arnór: Komnir í draumastöðu

Arnór Atlason sagði nauðsynlegt fyrir liðið að komast aftur niður á jörðina þó svo liðið væri eðlilega hátt uppi eftir sigurinn frábæra á Noregi.

Handbolti

Góðir útisigrar hjá KR-ingum og Keflvíkingum í körfunni

KR og keflavík unnu góða útisigra í Iceland Express deild karla í kvöld. Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ og KR-ingar unnu 32 stiga sigur á Haukum á Ásvöllum. Liðin eru áfram í 3. og 4. sæti en eru til alls líkleg eftir frábæra byrjun á árinu 2011.

Körfubolti

Danir unnu sannfærandi sigur á Króötum

Danir tryggðu sér sigur í C-riðli og fullt hús í milliriðli eftir fimm marka sigur á Króötum, 34-29, í kvöld. Króatar fara því með aðeins eitt stig inn í milliriðil því þeir náðu bara jafntefli á móti Serbum. Danir fóru á kostum í seinni hálfleiknum sem þeir unnu með sex marka mun.

Handbolti

Sjötti sigur Grindvíkinga í röð kom þeim á toppinn

Grindvíkingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66 í Röstinni í Grindavík. Grindavíkurliðið fór upp fyrir Snæfellinga með þessum sigri en Hólmarar geta endurheimt toppsætið með sigri á Njarðvík á morgun.

Körfubolti

Wenger: Denilson og Fabregas eru mjög góðir vinir

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir ekkert vera til í því að leikmennirnir Cesc Fabregas og Denilson eigi í einhverjum innbyrðisdeilum. Viðtal við Denilson birtist í brasilsíkum netmiðlum þar sem Denilson sagði meðal annars að Fabregas væri enginn leiðtogi.

Enski boltinn

FIFA: Ekki á dagskránni að halda HM 2022 í Katar um vetur

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segir að það sé ekki á dagskrá á að færa til,heimsmeistarakeppnina í Katar 2022, þannig að hún verði spiluð um vetur. Alþjóðlegu leikmannasamtökin höfðu lagt þetta til þar sem hitinn er mikill í Katar yfir sumarið og margir úr knattspyrnuforustunni höfðu líka tekið vel í þessa hugmynd.

Fótbolti