Grindvíkingar upp í toppsætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2011 06:00 Magnús Þór Gunnarsson er kominn aftur í Keflavík frá nágrönnunum í Njarðvík og var sjóðheitur í Garðabænum í gær. Magnús skoraði alls sjö þrista í leiknum en hér skorar hann tvö af 26 stigum sínum. Fréttablaðið/Vilhelm Grindvíkingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66, í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. Grindavíkurliðið fór upp fyrir Snæfellinga með þessum sigri en Hólmarar geta endurheimt toppsætið með sigri á Njarðvík á morgun. KR-ingar og Keflvíkingar hafa líka byrjað nýtt ár af miklum krafti og unnu bæði lið góða útisigra í gær. Grindvíkingar hafa unnið vel úr mótlæti í upphafi ársins og eru búnir að vinna sex leiki í röð í Iceland Express deildinni. Þrjá þá síðustu hafa þeir spilað Kanalausir eftir að bandaríski leikmaðurinn Brock Gillespie sveik þá og sá til þess að þeir hafa verið án Kana í öllum leikjum sínum á árinu 2011. Páll Axel Vilbergsson átti frábæran leik og var með 26 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Páll Axel hitti úr 10 af 14 skotum sínum í leiknum. Magnús Þór Gunnarsson var í stuði í tíu stiga sigri Keflavíkur, 102-92, á Stjörnunni í Garðabæ. Stjarnan var 26-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en þá var komið að þætti Magnúsar, sem skoraði 26 stig í síðustu þremur leikhlutunum. Magnús er nýgenginn til liðs við Keflavík frá nágrönnunum í Njarðvík. Thomas Sanders var stigahæstur Keflvíkinga með 32 stig og hefur leikið það vel í sínum fyrstu leikjum með liðinu að þeir hafa ekki fundið fyrir því að Lasar Trifunovic, stigahæsti leikmaður deildarinnar, hefur ekkert spilað í þremur fyrstu leikjum ársins. KR-ingar byrja nýja árið af miklum krafti en liðið vann sannfærandi 32 stiga sigur á Haukum, 106-74, og hefur því unnið alla fjóra leiki ársins 2011 í deild (3) og bikar (1). Marcus Walker átti stórleik hjá KR og skoraði 35 stig, þar af 15 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Pavel Ermolinskij var með 12 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Semaj Inge skoraði 22 stig fyrr Hauka. Dominos-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Grindvíkingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66, í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. Grindavíkurliðið fór upp fyrir Snæfellinga með þessum sigri en Hólmarar geta endurheimt toppsætið með sigri á Njarðvík á morgun. KR-ingar og Keflvíkingar hafa líka byrjað nýtt ár af miklum krafti og unnu bæði lið góða útisigra í gær. Grindvíkingar hafa unnið vel úr mótlæti í upphafi ársins og eru búnir að vinna sex leiki í röð í Iceland Express deildinni. Þrjá þá síðustu hafa þeir spilað Kanalausir eftir að bandaríski leikmaðurinn Brock Gillespie sveik þá og sá til þess að þeir hafa verið án Kana í öllum leikjum sínum á árinu 2011. Páll Axel Vilbergsson átti frábæran leik og var með 26 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Páll Axel hitti úr 10 af 14 skotum sínum í leiknum. Magnús Þór Gunnarsson var í stuði í tíu stiga sigri Keflavíkur, 102-92, á Stjörnunni í Garðabæ. Stjarnan var 26-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en þá var komið að þætti Magnúsar, sem skoraði 26 stig í síðustu þremur leikhlutunum. Magnús er nýgenginn til liðs við Keflavík frá nágrönnunum í Njarðvík. Thomas Sanders var stigahæstur Keflvíkinga með 32 stig og hefur leikið það vel í sínum fyrstu leikjum með liðinu að þeir hafa ekki fundið fyrir því að Lasar Trifunovic, stigahæsti leikmaður deildarinnar, hefur ekkert spilað í þremur fyrstu leikjum ársins. KR-ingar byrja nýja árið af miklum krafti en liðið vann sannfærandi 32 stiga sigur á Haukum, 106-74, og hefur því unnið alla fjóra leiki ársins 2011 í deild (3) og bikar (1). Marcus Walker átti stórleik hjá KR og skoraði 35 stig, þar af 15 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Pavel Ermolinskij var með 12 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Semaj Inge skoraði 22 stig fyrr Hauka.
Dominos-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira