Handbolti

Mætum Frökkum í síðasta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ruben Garabaya og Nikola Karabatic eigast við í leiknum í dag.
Ruben Garabaya og Nikola Karabatic eigast við í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP

Nú er ljóst hvernig leikjaniðurröðun verður í íslenska milliriðlinum í Jönköping. Tímasetning leikjanna hefur þó ekki enn verið ákveðin en mótshaldarar munu tilkynna leiktíma á morgun.

Ísland byrjar á því að mæta Þýskalandi á laugardaginn, svo Spáni á mánudaginn og loks Frakklandi á þriðjudaginn.

Um gríðarlega sterk lið eru að ræða en Þjóðverjar mæta særðir til leiks eftir að hafa tapað bæði fyrir Spáni og Frakklandi í A-riðlinum. Þýskaland mætir stigalaust til leiks og munu því sjálfsagt leggja allt kapp á að bjarga andliti sínu í leiknum gegn Íslandi.

Ísland er eina liðið sem fór með fjögur stig með sér í milliriðil 1 og trónir því á toppi hans nú.

Frakkland og Spánn skildu jöfn í lokaumferð riðlakeppninnar í dag en þau úrslit þýða að bæði lið fara áfram með þrjú stig.

Alls komast tólf lið áfram úr riðlakeppninni og skiptast þau í tvo sex liða milliriðla. Efstu tvö liðin úr hvorum riðli komast svo í undanúrslit keppninnar.

Danir eru í góðri stöðu í milliriðli 2 en þeir eru þar einir á toppnum með fjögur stig. Þrjú lið - Argentína, Svíþjóð og Pólland - koma svo næst með tvö stig hvert. Hið ógnarsterka lið Króatíu er svo með eitt stig, rétt eins og Serbía.

Hér má finna stöðuna í milliriðlunum og leikina sem eru framundan:

Milliriðill 1:

Laugardagur:

Spánn - Noregur

Þýskaland - Ísland

Frakkland - Ungverjaland

Mánudagur:

Ísland - Spánn

Noregur - Frakkland

Ungverjaland - Þýskaland

Þriðjudagur:

Þýskaland - Noregur

Spánn - Ungverjaland

Frakkland - Ísland

Staðan:

1. Ísland 4 stig

2. Frakkland 3

3. Spánn 3

4. Ungverjaland 2

5. Þýskaland 0

6. Noregur 0

Milliriðill 2:

Laugardagur:

Króatía - Argentína

Serbía - Svíþjóð

Danmörk - Pólland

Sunnudagur:

Svíþjóð - Króatía

Argentína - Danmörk

Pólland - Serbía

Mánudagur:

Serbía - Argentína

Króatía - Pólland

Danmörk - Svíþjóð

Staðan:

1. Danmörk 4 stig

2. Argentína 2

3. Svíþjóð 2

4. Pólland 2

5. Króatía 1

6. Serbía 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×