Spellerberg: Komnir í bestu mögulegu stöðu Smári Jökull Jónsson í Malmö skrifar 20. janúar 2011 22:12 Spellerberg (nr. 13) í leik gegn Alsír Mynd/AFP „Við erum búnir að koma okkur í bestu mögulegu stöðu fyrir milliriðlana, höfum unnið fimm góða sigra og gætum ekki verið ánægðari en við erum núna. Við höfum náð að láta þá hluti ganga upp sem þurfti svo við kæmumst í þessa stöðu og nú þurfum við að taka þá með okkur í milliriðlana." sagði Bo Spellerberg leikmaður Dana eftir öruggan sigur Dana gegn Króötum í Malmö í kvöld. Sóknarleikur Dana gekk vel og í seinni hálfleik leit á köflum út eins og þeir gætu skorað að vild. Spellerberg vildi þó ekki meina að leikurinn hefði verið auðveldur. „Það er aldrei auðvelt að mæta Króatíu. Aftur á móti léku margir hjá okkur vel og þetta var besta frammistaða Kasper Söndergaard sem ég hef séð af hans hálfu og það gerði hlutina auðveldari fyrir okkur hina. Auk þess fékk Mikkel Hansen nokkur auðveld skot og svo gerum við alltaf mörk úr hraðaupphlaupum." "Þannig að vissulega koma upp stöður þar sem við skorum auðveld mörk en við lentum einnig í vandræðum þegar við vorum sex á móti sex í sókninni því Króatar eru með gott varnarlið," bætti Spellerberg við. Í seinni hálfleik áttu Króatar ekkert svar við hröðum leik Dana auk þess sem vörnin og markvörðuinn Niklas Landin hrukku í gang. „Vörnin spilaði sérstaklega vel í seinni hálfleik og ég tel að þar höfum við unnið leikinn. Niklas tók nokkur skot og vörnin sömuleiðis og þá eflast menn. Það varð allt betra og betra eftir því sem á leið" Fyrir mótið vildu Danir ekki setja sér há markmið en það gætu þeir þurft að endurskoða. „Okkar markmið var að lenda í sjö efstu sætunum og ná þar af leiðandi sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. Nú eigum við góða möguleika á að ná enn lengra en við vitum að við munum mæta þremur sterkum liðum og að við þurfum að vinna tvo leiki til að ná í undanúrslit. Ekkert er öruggt og við þurfum að taka einn leik í einu." Danir fara nú í milliriðil þar sem þeir mæta meðal annars heimamönnum Svía, en fjölmiðlar hafa reyndar fjallað um að stuðningsmenn Dana hafi keypt upp næstum alla miða á þann leik. „Við erum nánast á heimavelli hér. Nánast hvar sem er sem þú spilar við Króata eru margir áhorfendur á þeirra bandi en það heyrðist ekkert í þeim í dag. Það er eðlilegt að fjölmiðlar byrji nú að fjalla um leikinn okkar gegn Svíum í milliriðlinum en við eigum Pólverja í fyrsta leik og svo Argentínu en auðvitað viljum við vinna Svía hér í Svíþjóð," sagði hinn öflugi Bo Spellerberg að lokum. Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
„Við erum búnir að koma okkur í bestu mögulegu stöðu fyrir milliriðlana, höfum unnið fimm góða sigra og gætum ekki verið ánægðari en við erum núna. Við höfum náð að láta þá hluti ganga upp sem þurfti svo við kæmumst í þessa stöðu og nú þurfum við að taka þá með okkur í milliriðlana." sagði Bo Spellerberg leikmaður Dana eftir öruggan sigur Dana gegn Króötum í Malmö í kvöld. Sóknarleikur Dana gekk vel og í seinni hálfleik leit á köflum út eins og þeir gætu skorað að vild. Spellerberg vildi þó ekki meina að leikurinn hefði verið auðveldur. „Það er aldrei auðvelt að mæta Króatíu. Aftur á móti léku margir hjá okkur vel og þetta var besta frammistaða Kasper Söndergaard sem ég hef séð af hans hálfu og það gerði hlutina auðveldari fyrir okkur hina. Auk þess fékk Mikkel Hansen nokkur auðveld skot og svo gerum við alltaf mörk úr hraðaupphlaupum." "Þannig að vissulega koma upp stöður þar sem við skorum auðveld mörk en við lentum einnig í vandræðum þegar við vorum sex á móti sex í sókninni því Króatar eru með gott varnarlið," bætti Spellerberg við. Í seinni hálfleik áttu Króatar ekkert svar við hröðum leik Dana auk þess sem vörnin og markvörðuinn Niklas Landin hrukku í gang. „Vörnin spilaði sérstaklega vel í seinni hálfleik og ég tel að þar höfum við unnið leikinn. Niklas tók nokkur skot og vörnin sömuleiðis og þá eflast menn. Það varð allt betra og betra eftir því sem á leið" Fyrir mótið vildu Danir ekki setja sér há markmið en það gætu þeir þurft að endurskoða. „Okkar markmið var að lenda í sjö efstu sætunum og ná þar af leiðandi sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. Nú eigum við góða möguleika á að ná enn lengra en við vitum að við munum mæta þremur sterkum liðum og að við þurfum að vinna tvo leiki til að ná í undanúrslit. Ekkert er öruggt og við þurfum að taka einn leik í einu." Danir fara nú í milliriðil þar sem þeir mæta meðal annars heimamönnum Svía, en fjölmiðlar hafa reyndar fjallað um að stuðningsmenn Dana hafi keypt upp næstum alla miða á þann leik. „Við erum nánast á heimavelli hér. Nánast hvar sem er sem þú spilar við Króata eru margir áhorfendur á þeirra bandi en það heyrðist ekkert í þeim í dag. Það er eðlilegt að fjölmiðlar byrji nú að fjalla um leikinn okkar gegn Svíum í milliriðlinum en við eigum Pólverja í fyrsta leik og svo Argentínu en auðvitað viljum við vinna Svía hér í Svíþjóð," sagði hinn öflugi Bo Spellerberg að lokum.
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira