Sport

Kristinn: Mættum til leiks í síðari hálfleik

"Þetta var virkilega súrsætur leikur, en við mættum ekki til leiks fyrir en í hálfleik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. HK-ingar töpuðu, 32-29, fyrir Akureyri eftir að hafa verið 10 mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var hluti af 19.umferð N1-deilda karla og fór fram í Digranesinu.

Handbolti

Atli: Frábær stund fyrir félagið

"Þetta er frábært fyrir félagið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, mjög svo ánægður eftir sigurinn í kvöld. Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn.

Handbolti

Umfjöllun: Akureyri Deildarmeistari eftir sigur á HK

Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins.

Handbolti

Akureyri er deildarmeistari

Handknattleikslið Akureyrar vann í kvöld sinn fyrsta titil í stuttri sögu félagsins. Akureyri lagði þá HK af velli, 32-29, í Digranesi.

Handbolti

Balotelli þarf að fullorðnast

Mario Balotelli hefur fengið þau skilaboð frá forráðamönnum ítalska landsliðsins að hann þurfi að taka út ákveðinn þroska áður en hann getur aftur spilað með landsliðinu.

Fótbolti

Lahm: Van Gaal varð að hætta

Philipp Lahm, leikmaður Bayern München, segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá forráðamönnum liðsins að slíta samstarfinu við Louis van Gaal knattspyrnustjóra.

Fótbolti