Umfjöllun: Akureyri Deildarmeistari eftir sigur á HK Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 28. mars 2011 21:19 Akureyringar fagna í kvöld. Mynd/Vilhelm Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins. Akureyringar gátu tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með sigri á HK í Digranesinu. Heimamenn í HK eru aftur á móti í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina, en þeir eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig. Heimamenn máttu alls ekki við því að misstíga sig í kvöld og þurfa á öllum stigum sem þeir komast í.Akureyringar hafa unnið báða deildarleikina gegn HK í vetur og því mátti búast við erfiðum leik fyrir heimamenn. Akureyri gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð en það mistókst og því spurning hvort Norðanmenn myndu standast pressuna. Gestirnir hófu leikinn virkilega sannfærandi og ætluðu sér greinilega stóra hluti í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa, var frábær á upphafsmínútunum og hafði varið 7 skot eftir 13 mínútna leik. Staðan var 9-5 þegar fyrir Akureyri þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Í staðinn fyrir að rífa sig í gang þá gerðu heimamenn hið andstæða en HK-ingar bókstaflega köstuðu leiknum frá sér með tæknifeilum á færibandi. Akureyringar skoruðu heilan helling af hraðaupphlaupsmörkum eftir mistök HK-inga. Munurinn á liðinu jókst bara þegar leið á hálfleikinn og þegar menn gengu til búningsherbergja var staðan 21-11 fyrir Norðanmenn. HK-ingar þurftu heldur betur að gyrða sig í brók til að komast sómasamlega frá þessum leik. Akureyri virtist ætla halda áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik, en smá saman fóru HK-ingar í gang. HK náði að minnka muninn niður í 6 mörk, 25-19 þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en það gaf þeim von. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, fór að verja vel og HK náði að nýta sér hraðaupphlaupin. Allt í einu var staðan orðin 28-25 og allt gat gerst. Akureyringar voru orðnir virkilega pirraðir og það virtist bitna á spilamennsku þeirra. HK skoraði síðan tvö næstu mörk leiksins og aðeins munaði einu marki á liðunum, 28-27. Lengra komust heimamenn ekki og Norðanmenn innsigluðu sinn fyrsta titil í sögu félagsins með mikilvægum sigri gegn HK, 32-29. HK-ingar eiga enn góðan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að mæta til leiks frá fyrstu mínútu. Akureyringar geta leyft sér að hvíla lykilleikmenn í síðustu tveimur leikjum liðsins þar sem Deildarmeistaratitillinn er í höfn. Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, skoraði 9 mörk fyrir gestina og þar af 8 mörk í fyrri hálfleik. Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, gerði sjö mörk fyrir heimamenn. HK - Akureyri 29-32 (11-21)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7/1 (11/1), Atli Karl Backmann 4 (5), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Sigurjón Björnsson 3 (5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (7), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (7), Bjarki Már Gunnarsson 2 (4), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léo Snær Pétursson 0 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (29/38%), Valgeir Tómasson 2 (2 / 50%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Vilhelm Gauti)Fiskuð víti: 1 (Vilhelm Gauti)Utan vallar: 2 mínútur (Bjarki Már)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 9 (11), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Daníel Einarsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5 (11), Heimir Örn Árnason 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (3), Halldór Logi Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15 (26/1, 37%), Stefán Guðnason 0 (2) .Hraðaupphlaup: 8 (Oddur 6, Bjarni 2).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins. Akureyringar gátu tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með sigri á HK í Digranesinu. Heimamenn í HK eru aftur á móti í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina, en þeir eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig. Heimamenn máttu alls ekki við því að misstíga sig í kvöld og þurfa á öllum stigum sem þeir komast í.Akureyringar hafa unnið báða deildarleikina gegn HK í vetur og því mátti búast við erfiðum leik fyrir heimamenn. Akureyri gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð en það mistókst og því spurning hvort Norðanmenn myndu standast pressuna. Gestirnir hófu leikinn virkilega sannfærandi og ætluðu sér greinilega stóra hluti í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa, var frábær á upphafsmínútunum og hafði varið 7 skot eftir 13 mínútna leik. Staðan var 9-5 þegar fyrir Akureyri þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Í staðinn fyrir að rífa sig í gang þá gerðu heimamenn hið andstæða en HK-ingar bókstaflega köstuðu leiknum frá sér með tæknifeilum á færibandi. Akureyringar skoruðu heilan helling af hraðaupphlaupsmörkum eftir mistök HK-inga. Munurinn á liðinu jókst bara þegar leið á hálfleikinn og þegar menn gengu til búningsherbergja var staðan 21-11 fyrir Norðanmenn. HK-ingar þurftu heldur betur að gyrða sig í brók til að komast sómasamlega frá þessum leik. Akureyri virtist ætla halda áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik, en smá saman fóru HK-ingar í gang. HK náði að minnka muninn niður í 6 mörk, 25-19 þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en það gaf þeim von. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, fór að verja vel og HK náði að nýta sér hraðaupphlaupin. Allt í einu var staðan orðin 28-25 og allt gat gerst. Akureyringar voru orðnir virkilega pirraðir og það virtist bitna á spilamennsku þeirra. HK skoraði síðan tvö næstu mörk leiksins og aðeins munaði einu marki á liðunum, 28-27. Lengra komust heimamenn ekki og Norðanmenn innsigluðu sinn fyrsta titil í sögu félagsins með mikilvægum sigri gegn HK, 32-29. HK-ingar eiga enn góðan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að mæta til leiks frá fyrstu mínútu. Akureyringar geta leyft sér að hvíla lykilleikmenn í síðustu tveimur leikjum liðsins þar sem Deildarmeistaratitillinn er í höfn. Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, skoraði 9 mörk fyrir gestina og þar af 8 mörk í fyrri hálfleik. Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, gerði sjö mörk fyrir heimamenn. HK - Akureyri 29-32 (11-21)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7/1 (11/1), Atli Karl Backmann 4 (5), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Sigurjón Björnsson 3 (5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (7), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (7), Bjarki Már Gunnarsson 2 (4), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léo Snær Pétursson 0 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (29/38%), Valgeir Tómasson 2 (2 / 50%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Vilhelm Gauti)Fiskuð víti: 1 (Vilhelm Gauti)Utan vallar: 2 mínútur (Bjarki Már)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 9 (11), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Daníel Einarsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5 (11), Heimir Örn Árnason 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (3), Halldór Logi Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15 (26/1, 37%), Stefán Guðnason 0 (2) .Hraðaupphlaup: 8 (Oddur 6, Bjarni 2).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira