Sport

Páll Viðar: Súrsætt hugarfar

Páll Viðar Gíslason var ánægður með baráttu sinna manna gegn FH í kvöld en Þórsarar gerðu 2-2 jafntefli við Hafnfirðinga. Manni færri komst Þór yfir en FH jafnaði í lokin.

Íslenski boltinn

Landsliðsþjálfari Dana bíður með að tilkynna byrjunarliðið

Keld Bordinggaard, þjálfari U-21 liðs Dana, tilkynnir vanalega byrjunarliðið sitt degi fyrir leik en hefur ákveðið að gera það ekki nú fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á morgun. Danir töpuðu 1-0 fyrir Sviss um helgina en Hvít-Rússar fögnuðu 2-0 sigri á Íslendingum. Ísland mætir Sviss í fyrri leik dagsins í A-riðli hér í Álaborg á morgun en Danir og Hvít-Rússar mætast í Árósum.

Fótbolti

Enn óvíst með Jóhann Berg

Jóhann Berg Guðmundsson gat ekki beitt sér af fullum krafti á æfingu íslenska U-21 landsliðsins í dag. Hann meiddist á öxl í tapleiknum gegn Hvíta-Rússlandi um helgina.

Fótbolti

Gylfi: Erum venjulegir aftur

Gylfi Þór Sigurðsson segir að leikmenn hafi verið nokkuð niðurlútir eftir tapið um helgina en séu nú búnir að ná sér aftur á strik.

Fótbolti

Eyjólfur: Með Messi-týpu á hægri kantinum

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, segir að leikmenn íslenska liðsins þurfi að hafa gætur á hættulegustu leikmönnum Sviss á morgun. Ísland verður að ná stigi úr leiknum til að eiga möguleika á að komast áfram upp úr sínum riðli á EM í Danmörku.

Fótbolti

Fyrirliði Úkraínu úr leik á EM

Taras Stepanenko, fyrirliði U-21 liðs Úkraínu, verður ekki meira með á Evrópumeistaramótinu í Danmörku vegna meiðsla. Stepanenko er alger lykilmaður í sínu liði og blóðtakan því mikil. Úkraína tapaði fyrir Tékklandi í gær, 2-1, og þurfti Stepanenko að haltra meiddur af velli snemma í síðari hálfleik.

Fótbolti

Welbeck: Þetta var þolinmæðisstig

Danny Welbeck sagði að Englendingar hafi náð einu stigi úr leiknum gegn Spánverjum á EM U-21 liða í Danmörku í gær með því að sýna þrautsegju og þolinmæði. Welbeck skoraði jöfnunarmark Englendinga á 88. mínútu leiksins eftir að Ander Herrera skoraði með skalla af stuttu færi í fyrri hálfleik.

Fótbolti

Fall oft fararheill á EM U-21

Þrír af síðustu fimm liðum sem hafa orðið Evrópumeistari U-21 landsliða hafa tapað fyrsta leik sínum á mótinu. Það þýðir því ekkert fyrir þau lið sem töpuðu sínum fyrsta leik um helgina að hengja haus. Íslendingar eru þeirra á meðal en drengirnir töpuðu fyrir Hvíta-Rússlandi, 2-0, á laugardaginn.

Fótbolti

Strákarnir okkar í sumarfrí með stæl - myndir

Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu á næsta ári með því rassskella Austurríkismenn í Laugardalshöllinni í gær. Strákarnir okkar unnu fimmtán marka sigur og tryggði sér annað sætið í riðlinum.

Handbolti