Sport Essien frá í hálft ár Chelsea varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst var að miðjumaðurinn Michael Essien yrði frá næstu sex mánuðina vegna meiðsla á hné. Enski boltinn 11.7.2011 17:58 Leikmaður Svíþjóðar og fyrrum fyrirsæta skipti á treyjum við áhorfanda Josefine Öqvist er umtalaðasti leikmaður sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þessa dagana. Öqvist skipti á treyjum við áhorfanda að loknum sigurleiknum gegn Suður-Kóreu í riðlakeppninni. Tæpar tvær milljónir manna hafa horft á myndband af atvikinu á youtube. Fótbolti 11.7.2011 17:30 Fyrrverandi leikmaður Rangers til liðs við Fram Knattspyrnufélagið Fram hefur samið við skoska leikmanninn Steven Lennon. Lennon leikur með félaginu út leiktíðina en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. Íslenski boltinn 11.7.2011 17:30 Woodgate semur við Stoke til eins árs Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hefur skrifað undir eins árs samning við Stoke City. Woodgate hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár en samningur hans við Tottenham var ekki endurnýjaður. Enski boltinn 11.7.2011 17:00 Ferrari stjórinn vill berjast án þess að skoða stigastöðuna Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Formúla 1 11.7.2011 16:34 Óskar Péturs: Andrúmsloftið betra í dag en fyrir FH-leikinn Fram og Grindavík mætast í lykilleik í botnbaráttu Pepsi-deilar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Kristján Hauksson fyrirliði Fram og Óskar Pétursson markvörður Gindavíkur eru sammála um að leikurinn sé algjör sex stiga leikur. Íslenski boltinn 11.7.2011 16:30 Fréttir úr Ytri Rangá Ytri Rangá skilaði 13 löxum á sunnudag og tveir í viðbót veiddust í Hólsá. Að sögn Matta veiðivarðar í ánni var einhver reitingur í morgun og misstu veiðimenn meðal annars vænan lax, líklegast um 80 cm langan, á veiðistaðnum Djúpós. Veiði 11.7.2011 16:15 Skrýtin ákvörðun dómara á HM í Þýskalandi Bandaríkin slógu út Brasilíu á HM kvenna í knattspyrnu í gærkvöld eftir vítaspyrnukeppni. Markvörðurinn Hope Solo var hetja Bandaríkjanna en hún varði vítaspyrnuna sem gerði gæfumuninn. Hún varði einnig víti í venjulegum leiktíma sem dómari leiksins lét af einhverjum ástæðum endurtaka. Fótbolti 11.7.2011 16:00 Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund Landssambands veiðifélaga sem var haldinn dagana 10. - 11. júní sl. Veiði 11.7.2011 15:42 Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Vesturröst hefurtryggt sér umboð fyrir Federal ,CCI og American Eagle skot og hafa þeir fengið nýja sendingu af þeim og ein nákvæmustu verksmiðju hlöðnu skot sem hægt er að fá í dag Federal Premium í nokkrum caliberum. Veiði 11.7.2011 15:38 Valur getur endurheimt efsta sætið Valsmenn geta endurheimt toppsætið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu takist liðinu að leggja Stjörnumenn að velli á Hlíðarenda í kvöld. KR-ingar skutust upp fyrir Valsmenn með 3-0 sigri á Fylki í gærkvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 15:30 Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiðimenn sem eru á leið í Laxá í Aðaldal á næstunni ættu að líta í nýjustu Veiðifréttir SVFR en þar er að finna ítarlegt viðtal við Guðlaug Lárusson, stórveiðimann. Laxá í Aðaldal er hans heimavöllur og þar hefur hann dregið þá marga stóra í gegnum tíðina. Veiði 11.7.2011 15:19 Suður-kóreskir knattspyrnumenn þurfa að gangast undir lygapróf Knattspyrnuyfirvöld í Suður-Kóreu ætla að notast við lygapróf til þess að berjast gegn spillingu sem skekið hefur íþróttina. Þá hefur verið ákveðið að hækka lágmarkslaun leikmanna í deildinni. Fótbolti 11.7.2011 15:00 Golfskóli Birgis Leifs: Einföld æfing til að bæta miðið Í þessum kennsluþætti úr Golfskóla Birgis Leifs fer atvinnukylfingurinn yfir einfalda æfingu til þess að bæta miðið hjá kylfingum. Birgir Leifur bendir á nokkrar algengar villur sem eru ríkjandi hjá mörgum kylfingum og lausnin er frekar einföld eins og sjá má í myndbrotinu. Kennsluefnið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 11.7.2011 14:30 Umfjöllun: Valsmenn náðu ekki að endurheimta toppsætið Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum. Íslenski boltinn 11.7.2011 14:09 Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. Íslenski boltinn 11.7.2011 14:06 Modric segir að stjórnarformaður Tottenham hafi beitt hótunum Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric heldur því fram að David Levy stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hafi haft í hótunum við sig. Modric hefur lýst því yfir að hann vilji komast frá Tottenham. Levy er allt annað en ánægður með þá ákvörðun leikmannsins. Modric segir að Levy hafi hótað því að hann fengi ekkert að spila með félaginu ef hann sætti sig ekki við þá ákvörðun félagsins að setja hann ekki á sölulista. Enski boltinn 11.7.2011 14:00 Umfjöllun: Tilþrifalítið jafntefli í Laugardal Framarar og Grindvíkingar skildu jöfn í stressleik í Laugardalnum í kvöld. Lokatölur 1-1 í leik þar sem lítið var um góð tilþrif. Íslenski boltinn 11.7.2011 13:57 HM kvenna: Bestu myndir helgarinnar frá AFP Undanúrslitaleikirnir á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta fara fram á miðvikudaginn en keppnin fer fram í Þýskalandi. Japan og Svíþjóð eigast við í öðrum undanúrslitaleiknum en Bandaríkin og Frakklands eigast við í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 17. júlí en í myndasyrpunni eru bestu myndirnar frá AFP úr leikjunum í átta liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 11.7.2011 13:30 Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á að miða í pútti? Það er mikið um að vera á golfvöllum landsins þar sem að meistaramótin eru í þann mund að hefjast hjá mörgum kylfingum. Góð ráð frá margföldum Íslandsmeistara í golfi gætu komið sér vel fyrir flesta kylfinga og í þessum kennsluþætti fer Birgir Leifur Hafþórsson yfir það hvernig best er að miða í púttum á flöt. Atriðið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs, sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 11.7.2011 12:30 John Arne Riise í læknisskoðun hjá Fulham John Arne Riise fyrrverandi leikmaður Liverpool sem leikið hefur með Roma á Ítalíu undanfarin ár er í læknisskoðun hjá Fulham þessa stundina. Samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins verður Riise kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. Enski boltinn 11.7.2011 12:30 Eiður Smári með tilboð frá West Ham Eiður Smári Guðjohnsen hefur í höndunum tilboð frá West Ham, þetta staðfesti Arnór Guðjohnsen faðir og umboðsmaður Eiðs við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun. Nýliðar Swansea í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig boðið Eiði Smára samning og segir Arnór að fleiri möguleikar séu einnig í boði en Eiður sé þessa dagana að gera upp hug sinn. Enski boltinn 11.7.2011 12:00 Button óheppinn á heimavelli Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. Formúla 1 11.7.2011 11:57 Fallslagur í Laugardalnum og Valur gæti komist á toppinn Þrír leikir fara fram í kvöld í Pepsi-deild karla þegar 10. umferð lýkur. Valur og Stjarnan eigast við á Vodafonevellinum en Valsmenn geta með sigri náð efsta sætinu af KR-ingum sem eiga reyndar einn leik til góða á Val. Leikurinn hefst kl. 20.00 og verðu hann í beinni útsendingu á Stöð2 sport. Farið verður yfir öll helstu atvikin og mörkin úr 10. umferð í Pepsimörkunum kl. 22.00 á Stöð 2 sport. Íslenski boltinn 11.7.2011 11:30 Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Formúla 1 11.7.2011 11:14 Wenger er vongóður um að halda Fabregas og Nasri Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er vongóður um að Cesc Fabregas og Samir Nasri verði áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð. Fabregas, sem er fyrirliði Arsenal, er efstur á óskalistanum hjá Barcelona á Spáni og félögin hafa rætt um hugsanleg vistaskipti hans en kaupverðið hefur staðið í vegi fyrir því að félögin hafi komist að samkomulagi. Manchester City og Manchester United hafa bæði áhuga á að fá Nasri í sínar raðir. Franski landsliðsmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning. Enski boltinn 11.7.2011 11:00 Um 40 laxar komnir úr Korpu Korpa var komin í um 40 laxa í morgun þegar Veiðivísi bar þar að garði. Einn lax var tekinn strax um klukkan sjö í morgun í Berghyl og var það eini laxinn sem sást til á neðstu stöðunum. Veiði 11.7.2011 10:43 Þjálfari enska landsliðsins gagnrýnir eldri leikmenn liðsins Hope Powell, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, gagnrýndi eldri og reyndari leikmenn liðsins fyrir „heigulskap" þegar liðið tapaði í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins gegn Frökkum. Powell segir að hún hafi átt í mestum vandræðum með að finna leikmenn sem vildu taka þeirri áskorun sem fylgir því að fara í vítaspyrnukeppni. Ungur og lítt reyndur bakvörður, Claire Rafferty, sem komið hafði inn á sem varamaður á 80. mínútu , náði ekki að skora úr fjórðu vítaspyrnunni og Fay White fyrirliði enska liðsins klúðraði fimmtu vítaspyrnunni. Fótbolti 11.7.2011 10:30 Svalbarðsá komin í 37 laxa Á hádegi í dag laugardaginn 9. júlí, höfðu veiðst 37 laxar í Svalbarðsá, en veiði hófst þar 1 júli. Á mynd er Agnes Viggósdóttir með glæsilegan 12 punda hæng úr einum besta stað í ánni, Forseta. Laxinn tók rauðan Francis með gullkrók #12. Veiði 11.7.2011 10:04 Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiði 11.7.2011 10:02 « ‹ ›
Essien frá í hálft ár Chelsea varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst var að miðjumaðurinn Michael Essien yrði frá næstu sex mánuðina vegna meiðsla á hné. Enski boltinn 11.7.2011 17:58
Leikmaður Svíþjóðar og fyrrum fyrirsæta skipti á treyjum við áhorfanda Josefine Öqvist er umtalaðasti leikmaður sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þessa dagana. Öqvist skipti á treyjum við áhorfanda að loknum sigurleiknum gegn Suður-Kóreu í riðlakeppninni. Tæpar tvær milljónir manna hafa horft á myndband af atvikinu á youtube. Fótbolti 11.7.2011 17:30
Fyrrverandi leikmaður Rangers til liðs við Fram Knattspyrnufélagið Fram hefur samið við skoska leikmanninn Steven Lennon. Lennon leikur með félaginu út leiktíðina en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. Íslenski boltinn 11.7.2011 17:30
Woodgate semur við Stoke til eins árs Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hefur skrifað undir eins árs samning við Stoke City. Woodgate hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár en samningur hans við Tottenham var ekki endurnýjaður. Enski boltinn 11.7.2011 17:00
Ferrari stjórinn vill berjast án þess að skoða stigastöðuna Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Formúla 1 11.7.2011 16:34
Óskar Péturs: Andrúmsloftið betra í dag en fyrir FH-leikinn Fram og Grindavík mætast í lykilleik í botnbaráttu Pepsi-deilar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Kristján Hauksson fyrirliði Fram og Óskar Pétursson markvörður Gindavíkur eru sammála um að leikurinn sé algjör sex stiga leikur. Íslenski boltinn 11.7.2011 16:30
Fréttir úr Ytri Rangá Ytri Rangá skilaði 13 löxum á sunnudag og tveir í viðbót veiddust í Hólsá. Að sögn Matta veiðivarðar í ánni var einhver reitingur í morgun og misstu veiðimenn meðal annars vænan lax, líklegast um 80 cm langan, á veiðistaðnum Djúpós. Veiði 11.7.2011 16:15
Skrýtin ákvörðun dómara á HM í Þýskalandi Bandaríkin slógu út Brasilíu á HM kvenna í knattspyrnu í gærkvöld eftir vítaspyrnukeppni. Markvörðurinn Hope Solo var hetja Bandaríkjanna en hún varði vítaspyrnuna sem gerði gæfumuninn. Hún varði einnig víti í venjulegum leiktíma sem dómari leiksins lét af einhverjum ástæðum endurtaka. Fótbolti 11.7.2011 16:00
Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund Landssambands veiðifélaga sem var haldinn dagana 10. - 11. júní sl. Veiði 11.7.2011 15:42
Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Vesturröst hefurtryggt sér umboð fyrir Federal ,CCI og American Eagle skot og hafa þeir fengið nýja sendingu af þeim og ein nákvæmustu verksmiðju hlöðnu skot sem hægt er að fá í dag Federal Premium í nokkrum caliberum. Veiði 11.7.2011 15:38
Valur getur endurheimt efsta sætið Valsmenn geta endurheimt toppsætið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu takist liðinu að leggja Stjörnumenn að velli á Hlíðarenda í kvöld. KR-ingar skutust upp fyrir Valsmenn með 3-0 sigri á Fylki í gærkvöld. Íslenski boltinn 11.7.2011 15:30
Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiðimenn sem eru á leið í Laxá í Aðaldal á næstunni ættu að líta í nýjustu Veiðifréttir SVFR en þar er að finna ítarlegt viðtal við Guðlaug Lárusson, stórveiðimann. Laxá í Aðaldal er hans heimavöllur og þar hefur hann dregið þá marga stóra í gegnum tíðina. Veiði 11.7.2011 15:19
Suður-kóreskir knattspyrnumenn þurfa að gangast undir lygapróf Knattspyrnuyfirvöld í Suður-Kóreu ætla að notast við lygapróf til þess að berjast gegn spillingu sem skekið hefur íþróttina. Þá hefur verið ákveðið að hækka lágmarkslaun leikmanna í deildinni. Fótbolti 11.7.2011 15:00
Golfskóli Birgis Leifs: Einföld æfing til að bæta miðið Í þessum kennsluþætti úr Golfskóla Birgis Leifs fer atvinnukylfingurinn yfir einfalda æfingu til þess að bæta miðið hjá kylfingum. Birgir Leifur bendir á nokkrar algengar villur sem eru ríkjandi hjá mörgum kylfingum og lausnin er frekar einföld eins og sjá má í myndbrotinu. Kennsluefnið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 11.7.2011 14:30
Umfjöllun: Valsmenn náðu ekki að endurheimta toppsætið Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum. Íslenski boltinn 11.7.2011 14:09
Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. Íslenski boltinn 11.7.2011 14:06
Modric segir að stjórnarformaður Tottenham hafi beitt hótunum Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric heldur því fram að David Levy stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hafi haft í hótunum við sig. Modric hefur lýst því yfir að hann vilji komast frá Tottenham. Levy er allt annað en ánægður með þá ákvörðun leikmannsins. Modric segir að Levy hafi hótað því að hann fengi ekkert að spila með félaginu ef hann sætti sig ekki við þá ákvörðun félagsins að setja hann ekki á sölulista. Enski boltinn 11.7.2011 14:00
Umfjöllun: Tilþrifalítið jafntefli í Laugardal Framarar og Grindvíkingar skildu jöfn í stressleik í Laugardalnum í kvöld. Lokatölur 1-1 í leik þar sem lítið var um góð tilþrif. Íslenski boltinn 11.7.2011 13:57
HM kvenna: Bestu myndir helgarinnar frá AFP Undanúrslitaleikirnir á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta fara fram á miðvikudaginn en keppnin fer fram í Þýskalandi. Japan og Svíþjóð eigast við í öðrum undanúrslitaleiknum en Bandaríkin og Frakklands eigast við í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 17. júlí en í myndasyrpunni eru bestu myndirnar frá AFP úr leikjunum í átta liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 11.7.2011 13:30
Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á að miða í pútti? Það er mikið um að vera á golfvöllum landsins þar sem að meistaramótin eru í þann mund að hefjast hjá mörgum kylfingum. Góð ráð frá margföldum Íslandsmeistara í golfi gætu komið sér vel fyrir flesta kylfinga og í þessum kennsluþætti fer Birgir Leifur Hafþórsson yfir það hvernig best er að miða í púttum á flöt. Atriðið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs, sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 11.7.2011 12:30
John Arne Riise í læknisskoðun hjá Fulham John Arne Riise fyrrverandi leikmaður Liverpool sem leikið hefur með Roma á Ítalíu undanfarin ár er í læknisskoðun hjá Fulham þessa stundina. Samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins verður Riise kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. Enski boltinn 11.7.2011 12:30
Eiður Smári með tilboð frá West Ham Eiður Smári Guðjohnsen hefur í höndunum tilboð frá West Ham, þetta staðfesti Arnór Guðjohnsen faðir og umboðsmaður Eiðs við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun. Nýliðar Swansea í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig boðið Eiði Smára samning og segir Arnór að fleiri möguleikar séu einnig í boði en Eiður sé þessa dagana að gera upp hug sinn. Enski boltinn 11.7.2011 12:00
Button óheppinn á heimavelli Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. Formúla 1 11.7.2011 11:57
Fallslagur í Laugardalnum og Valur gæti komist á toppinn Þrír leikir fara fram í kvöld í Pepsi-deild karla þegar 10. umferð lýkur. Valur og Stjarnan eigast við á Vodafonevellinum en Valsmenn geta með sigri náð efsta sætinu af KR-ingum sem eiga reyndar einn leik til góða á Val. Leikurinn hefst kl. 20.00 og verðu hann í beinni útsendingu á Stöð2 sport. Farið verður yfir öll helstu atvikin og mörkin úr 10. umferð í Pepsimörkunum kl. 22.00 á Stöð 2 sport. Íslenski boltinn 11.7.2011 11:30
Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Formúla 1 11.7.2011 11:14
Wenger er vongóður um að halda Fabregas og Nasri Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er vongóður um að Cesc Fabregas og Samir Nasri verði áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð. Fabregas, sem er fyrirliði Arsenal, er efstur á óskalistanum hjá Barcelona á Spáni og félögin hafa rætt um hugsanleg vistaskipti hans en kaupverðið hefur staðið í vegi fyrir því að félögin hafi komist að samkomulagi. Manchester City og Manchester United hafa bæði áhuga á að fá Nasri í sínar raðir. Franski landsliðsmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning. Enski boltinn 11.7.2011 11:00
Um 40 laxar komnir úr Korpu Korpa var komin í um 40 laxa í morgun þegar Veiðivísi bar þar að garði. Einn lax var tekinn strax um klukkan sjö í morgun í Berghyl og var það eini laxinn sem sást til á neðstu stöðunum. Veiði 11.7.2011 10:43
Þjálfari enska landsliðsins gagnrýnir eldri leikmenn liðsins Hope Powell, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, gagnrýndi eldri og reyndari leikmenn liðsins fyrir „heigulskap" þegar liðið tapaði í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins gegn Frökkum. Powell segir að hún hafi átt í mestum vandræðum með að finna leikmenn sem vildu taka þeirri áskorun sem fylgir því að fara í vítaspyrnukeppni. Ungur og lítt reyndur bakvörður, Claire Rafferty, sem komið hafði inn á sem varamaður á 80. mínútu , náði ekki að skora úr fjórðu vítaspyrnunni og Fay White fyrirliði enska liðsins klúðraði fimmtu vítaspyrnunni. Fótbolti 11.7.2011 10:30
Svalbarðsá komin í 37 laxa Á hádegi í dag laugardaginn 9. júlí, höfðu veiðst 37 laxar í Svalbarðsá, en veiði hófst þar 1 júli. Á mynd er Agnes Viggósdóttir með glæsilegan 12 punda hæng úr einum besta stað í ánni, Forseta. Laxinn tók rauðan Francis með gullkrók #12. Veiði 11.7.2011 10:04
Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiði 11.7.2011 10:02