Sport

Veigar Páll fær góðar kveðjur frá stuðningsmönnum Stabæk

Stuðningsmenn norska fótboltaliðsins Stabæk óska Veigari Páli Gunnarssyni velgengni á nýjum vinnustað fótboltamannsins í Þrándheimi. Veigar Páll hefur verið einn af vinsælustu leikmönnum Stabæk hjá stuðningsmönnum liðsins en hann er nú á förum til meistarliðs Rosenborg.

Fótbolti

Button ekur í 200 Formúlu 1 mótinu á sunnudaginn

Það verða tímamót hjá Jenson Button hjá McLaren á sunnudaginn. Þá keppir hann í sínu 200 Formúlu 1 móti. Á sunnudaginn verður keppt á Hungaroring brautinni skammt frá miðborg Búdapest. Button vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á brautinni árið 2006.

Formúla 1

Vægast sagt lélegur með hægri

Guðmundur Reynir Gunnarsson, bakvörður KR-inga, hefur farið á kostum með liðinu í sumar. Hann segir sig langa í atvinnumennsku hvenær sem af því verður. Guðmundur Reynir átti frábæran leik í 4-0 sigrinum á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar og er besti

Íslenski boltinn

Logi yfir þúsund stiga múrinn

Logi Gunnarsson er nú kominn í fámennan en góðan hóp þeirra sem hafa skorað þúsund stig fyrir landslið. Hann fór á kostum gegn Dönum og náði tímamótunum í fyrsta sigri liðsins undir stjórn Peters Öqvist. Logi fagnar nýju hlutverki í landsliðinu og stefnir

Körfubolti

Forlan birti óvart mynd af liðsfélaga sínum nöktum

Diego Forlan hefur mikla ánægju af því að veita stuðningsmönnum sínum innsýn í líf hans sem knattspyrnumanns. Hann tók mörg hressandi myndbönd í Suður-Afríku síðasta sumar með landsliði Úrúgvæja. Líklegt er að Martin Caceres hugsi Forlan þegjandi þörfina eftir nýjasta myndband hans.

Fótbolti

Doninger: Alveg sama þótt Gary öskri á mig

"Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi hitta boltann vel og skora. Þess vegna tók ég þessa aukaspyrnu. Ég var alveg viss um að hitta á markið og það er frábært að skora sigurmark með þessum hætti. Mér var alveg sama þótt Gary (Martin) væri að öskra á mig en hann vildi að sjálfsögðu taka þetta sjálfur,“ sagði Englendingurinn Mark Doninger leikmaður ÍA eftir að hann tryggði liðinu 2-1 sigur með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu gegn liði Selfoss í kvöld á Akranesvelli.

Íslenski boltinn

Valskonur minnkuðu forskot Stjörnunnar í tvö stig - Kristín Ýr með þrennu

Valskonur unnu 4-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld og minnkuðu með því forskot Stjörnunnar á toppnum í tvö stig. Toppliðin mætast síðan í sannkölluðum stórleik í næstu umferð. Breiðablik tók fimmta sætið af Fylki með 3-2 sigri á KR í Kópavogi. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði í sínum fyrsta leik með Val eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Íslenski boltinn

KA vann fallslaginn á móti HK

KA-menn unnu mikilvægan 2-1 sigur á botnliði HK í 1. deild karla í fótbolta í kvöld en með þessum sigri náðu KA-menn fjögurra stiga forskot á Leikni í síðasta örugga sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn

Þrumufleygur Doninger tryggði Skagamönnum sigur

Skagamenn eru enn taplausir eftir 14 leiki í næst efstu deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn liði Selfoss á Akransvelli í kvöld. Mark Doninger tryggði ÍA sigur með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu en Skagamenn léku einum færri í um 80 mínútur þar sem að Heimir Einarsson fyrirliði var rekinn af velli eftir um 13 mínútur.

Íslenski boltinn

Torres: Ég er ekki búinn að gleyma því hvernig maður skorar mörk

Fernando Torres, spænski framherjinn hjá Chelsea, hefur ekki fundið netmöskvanna á undirbúningstímabilinu þar sem Chelsea-liðið ferðast um Asíu. Torres skoraði aðeins 1 mark í 18 leikjum á síðustu leiktíð og gagnrýnisraddirnar eru farnar að heyrast á ný enda keypti Roman Abramovich hann á 50 milljónir punda í janúar til þess að skora mörk fyrir liðið.

Enski boltinn

Ferrari í sóknarhug í næstu mótum

Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins þarf að finna leið til að Fernando Alonso geti sótt á stigaforskot Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna. Alonso hefur í þremur síðustu mótum náði í annað sætið í tvígang og unnið eitt mót. Alonso er 86 stigum á eftri Vettel, þegar 9 mótum er ólikið á keppnistímabilinu.

Formúla 1

Wenger vill styðjast við marklínutækni

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur bæst í hóp þeirra sem vilja styðjast við marklínutækni í knattspyrnu. Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa lýst því yfir að mögulega verði marklínutækni tekin í notkun tímabilið 2012-2013.

Enski boltinn

Björgvin Páll í fótbolta með Magdeburg - myndband

Landsliðsmarkvörðurinn Björgin Páll Gústavsson undirbýr sig nú af kappi fyrir sitt fyrsta tímabil með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Björgvin Páll tók fram takkaskóna í knattspyrnuleik nýverið og skoraði.

Handbolti

144 laxar komnir úr Svalbarðsá

Á hádegi í gær 24. Júlí höfðu veiðst 144 laxar í Svalbarðsá, sem er mjög svipað og í fyrra. Fiskurinn dreifir sér vel um alla á og eru að veiðast mjög vel haldnir lúsugir fiskar jafnvel á efstu svæðum.

Veiði

Blanda komin í 1100 laxa

Blanda er ein af fáum ám landsins sem hefur verið á nokkuð góðu róli í sumar, hún hefur ekki náð sömu hæðum og undanfarin tvö sumur en er nú komin í 1100 laxa og er hlutfall stórlaxa hátt eins og vanalega.

Veiði