Sport

Umfjöllun: Þórarinn tryggði ÍBV sigurinn í lokin

Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur á Keflavík í fyrsta leik 16. umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig og ætla greinilega ekki að gefa neitt eftir í titilbaráttunni.

Íslenski boltinn

Mancini: Ekkert félag hefur efni á Carlos Tevez

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, veit það vel að Carlos Tevez vill fara frá félaginu en hann ætlar ekki að selja hann á einhverju útsöluverði. Tevez er enn hjá félaginu og spilar kannski fyrsta leikinn sinn á tímabilinu þegar City heimsækir Bolton Wanderers á morgun.

Enski boltinn

Gæsaveiðin hófst í dag

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst laugardaginn 20. ágúst. Veiðar á grágæs og heiðagæs hafa verið að aukast hin síðari ár. Þegar um 90% af veiðiskýrslum eru komnar inn fyrir árið 2010 þá er skráð heildarveiði á grágæs um 46.000 fuglar og á heiðagæs um 17.000 fuglar. Til samanburðar má skoða árið 2009 þar sem veiðin var samkvæmt veiðiskýrslum tæpar 60.000 grágæsir og um 20.000 heiðagæsir. Líklegt er að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum þessum stofnum þar sem slæmt veður framan af spillti varpi á einhverjum svæðum.

Veiði

Tungufljótið að lifna við

Svo virðist sem að líf sé að glæðast í Tungufljóti í Biskupstungum. Í gær komu 8 laxar á land á 4 stangir og skiptist þannig að allir veiðimenn fengu lax.

Veiði

Guif vann alla leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu

Eskilstuna Guif, lið Kristján Andréssonar, vann alla þrjá leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem lauk í dag. Guif vann öruggan níu marka sigur á Val, 34-25, í lokaleik sínum en hafði áður unnið bæði FH (31-27) og Hauka (24-21). Haukar urðu í öðru sæti á mótinu eftir 26-20 sigur á FH í hreinum úrslitaleik um annað sætið í dag en Valsmenn töpuðu öllum leikjum sínum og ráku lestina.

Handbolti

Málfríður: Komum trylltar inn í seinni hálfleikinn

Málfríður Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, tók við bikarnum eftir að Valskonur unnu 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta er fyrsti stóri bikarinn sem Málfríður tekur á móti en hún er á sínu fyrsta ári sem fyrirliði liðsins.

Íslenski boltinn

Lilja: Svekkjandi að fá á sig mark svona snemma

Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, var stolt af sínu liði þrátt fyrir 2-0 tap á móti Val í bikaúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í dag. KR-liðið sem fékk á sig mark snemma leiks var óheppið að jafna ekki leikinn í lok fyrri hálfleiksins en KR-stelpur réðu síðan lítið við Valsliðið í þeim seinni.

Íslenski boltinn

Valskonur búnar að vinna tíu bikarleiki í röð

Valur og KR spila til úrslita í Valitor-bikar kvenna á Laugardalsvellinum í dag en Valskonur eiga möguleika á að vinna þriðja bikarmeistaratitilinn í röð. Valsliðið hefur unnið tíu bikarleiki í röð eða alla bikarleiki sína síðan að Valur tapaði 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.

Íslenski boltinn

42 ár síðan að Arsenal skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum

Það er erfitt að vera stuðningsmaður Arsenal þessa dagana, enda er félagið búið að selja sinn besta leikmann, þarf að stilla upp hálfgerðu varaliði vegna forfalla og hefur ekki enn skorað mark á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að liðið sé búið að spila 180 mínútur af mótinu.

Enski boltinn

Robin van Persie: Andy Carroll minnir mig á Alan Shearer

Robin van Persie, fyrirliði Arsenal, varaði sína félaga við Andy Carroll, framherja Liverpool, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Van Persie líkir Andy Carroll við Alan Shearer en það var einmitt Carroll sem tryggði Newcastle United sigur á Emirates-vellinum í fyrra.

Enski boltinn