Umfjöllun: Blikar gerðu út um Evrópudraum Stjörnumanna Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 1. október 2011 09:59 Mynd/Anton Breiðablik gerði útum Evrópudraum Stjörnunnar þegar Guðmundur Pétursson skoraði fjórða mark heimamanna í 4-3 sigri Breiðabliks. Breiðablik komst í 2-0 í leiknum, en Stjarnan gafst aldrei upp og minnkuðu muninn. Blikar komust því næst í 3-1, en þá náðu gestirnir að jafna metinn í 3-3. Þarna áttu gestirnir möguleika á því að komast í Evrópukeppnina, en Blikar náðu að innbyrða sigur 4-3 í uppbótartíma í ótrúlegum leik sem hafði allt upp á að bjóða. Heimamenn voru flottir í fyrri hálfleik og minnti spilamennska þeirra örlítið á frammistöðu liðsins á síðasta ári. Eftir tíu mínútna leik setti Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Blika, boltann í stöngina eftir mikinn darraðardans inn í vítateig Stjörnunnar. Eftir um hálftíma leik var Arnar Már aftur á ferðinni þegar hann skaut boltanum rétt framhjá. Stjörnumenn voru einnig skeinuhættir en markamaskínan Garðar Jóhannsson skallaði boltann í þverslánna á 37. mínútu. Fyrsta mark leiksins kom aftur á móti tveim mínútum síðar þegar Arnar Már Björgvinsson lagði boltann vel í autt markið eftir fína fyrirgjöf frá Kristni Steindórssyni. Tveim mínútum eftir markið kom annað mark frá Blikum en Andri Rafn Yeoman, en Andri skoraði markið eftir að hafa fengið magnaða stungusendingu frá Kristni Steindórssyni. Kristinn kom því að báðum mörkum fyrri hálfleiksins. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir skemmtilegan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hreint út sagt ótrúlegur, en gestirnir voru ekki lengi að minnka muninn en Baldvin Sturluson skoraði ágætt mark með skalla í byrjun síðari hálfleiks. Arnar Már Björgvinsson var aftur mættur tíu mínútum síðar þegar hann kom Blikum yfir 3-1 og staðan orðin vænleg fyrir heimamenn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á því og korteri fyrir leikslok náði Halldór Orri Björnsson að minnka muninn í 3-2 með marki beint úr aukaspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náði Stjarnan að jafna metinn þegar varamaðurinn Aron Grétar Jafetsson skoraði fínt mark. Stuttu síðar var tilkynnt í hátalarakerfið að Grindvíkingar væru komnir yfir út í Vestmannaeyjum og því nægði eitt mark frá Stjörnunni til að koma liðinu í Evrópukeppnina. Það gerist aftur á móti ekki en Guðmundur Pétursson, sem hafði rétt áður komið inná sem varamaður, slapp einn í gegn og lagði boltann snyrtilega framhjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar og Evrópudraumur Garðbæinga úti. Magnaður leikur sem lauk með 4-3 sigri Breiðabliks og líklega einn besti knattspyrnuleikur sumarsins.Breiðablik 4 – 3 Stjarnan 1-0 Arnar Már Björgvinsson (39.) 2-0 Andri Rafn Yeoman (42.) 2-1 Baldvin Sturluson (54.) 3-1 Arnar Már Björgvinsson (66.) 3-2 Halldór Orri Björnsson (76.) 3-3 Aron Grétar Jafetsson (78.) 4-3 Guðmundur Pétursson (92.) Skot (á mark): 12 – 13 (10-10) Varin skot: Ingvar 6 – 6 Ingvar Horn: 5 – 4 Aukaspyrnur fengnar: 9–10 Rangstöður: 7-5 Dómari: Magnús Þórisson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Breiðablik gerði útum Evrópudraum Stjörnunnar þegar Guðmundur Pétursson skoraði fjórða mark heimamanna í 4-3 sigri Breiðabliks. Breiðablik komst í 2-0 í leiknum, en Stjarnan gafst aldrei upp og minnkuðu muninn. Blikar komust því næst í 3-1, en þá náðu gestirnir að jafna metinn í 3-3. Þarna áttu gestirnir möguleika á því að komast í Evrópukeppnina, en Blikar náðu að innbyrða sigur 4-3 í uppbótartíma í ótrúlegum leik sem hafði allt upp á að bjóða. Heimamenn voru flottir í fyrri hálfleik og minnti spilamennska þeirra örlítið á frammistöðu liðsins á síðasta ári. Eftir tíu mínútna leik setti Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Blika, boltann í stöngina eftir mikinn darraðardans inn í vítateig Stjörnunnar. Eftir um hálftíma leik var Arnar Már aftur á ferðinni þegar hann skaut boltanum rétt framhjá. Stjörnumenn voru einnig skeinuhættir en markamaskínan Garðar Jóhannsson skallaði boltann í þverslánna á 37. mínútu. Fyrsta mark leiksins kom aftur á móti tveim mínútum síðar þegar Arnar Már Björgvinsson lagði boltann vel í autt markið eftir fína fyrirgjöf frá Kristni Steindórssyni. Tveim mínútum eftir markið kom annað mark frá Blikum en Andri Rafn Yeoman, en Andri skoraði markið eftir að hafa fengið magnaða stungusendingu frá Kristni Steindórssyni. Kristinn kom því að báðum mörkum fyrri hálfleiksins. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir skemmtilegan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hreint út sagt ótrúlegur, en gestirnir voru ekki lengi að minnka muninn en Baldvin Sturluson skoraði ágætt mark með skalla í byrjun síðari hálfleiks. Arnar Már Björgvinsson var aftur mættur tíu mínútum síðar þegar hann kom Blikum yfir 3-1 og staðan orðin vænleg fyrir heimamenn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á því og korteri fyrir leikslok náði Halldór Orri Björnsson að minnka muninn í 3-2 með marki beint úr aukaspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náði Stjarnan að jafna metinn þegar varamaðurinn Aron Grétar Jafetsson skoraði fínt mark. Stuttu síðar var tilkynnt í hátalarakerfið að Grindvíkingar væru komnir yfir út í Vestmannaeyjum og því nægði eitt mark frá Stjörnunni til að koma liðinu í Evrópukeppnina. Það gerist aftur á móti ekki en Guðmundur Pétursson, sem hafði rétt áður komið inná sem varamaður, slapp einn í gegn og lagði boltann snyrtilega framhjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar og Evrópudraumur Garðbæinga úti. Magnaður leikur sem lauk með 4-3 sigri Breiðabliks og líklega einn besti knattspyrnuleikur sumarsins.Breiðablik 4 – 3 Stjarnan 1-0 Arnar Már Björgvinsson (39.) 2-0 Andri Rafn Yeoman (42.) 2-1 Baldvin Sturluson (54.) 3-1 Arnar Már Björgvinsson (66.) 3-2 Halldór Orri Björnsson (76.) 3-3 Aron Grétar Jafetsson (78.) 4-3 Guðmundur Pétursson (92.) Skot (á mark): 12 – 13 (10-10) Varin skot: Ingvar 6 – 6 Ingvar Horn: 5 – 4 Aukaspyrnur fengnar: 9–10 Rangstöður: 7-5 Dómari: Magnús Þórisson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira