Íslenski boltinn

Umfjöllun: Markalaust í baráttuleik á Hlíðarenda

Kolbeinn Tumi Daðason á Vodafonevellinum skrifar
Mynd/Stefán
Valur og KR gerðu markalaust jafntefli að Hlíðarenda í baráttuleik á Hlíðarenda. Valsmenn fengu betri færi í jöfnum leik. Það besta í viðbótartíma þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá Arnari Sveini Geirssyni sem var sloppinn einn í gegnum vörn KR-inga.

Valsarar hylltu Íslandsmeistarana úr Vesturbænum fyrir leik en þar með var virðingin öll. Það var baráttan sem einkenndi viðureignina og færi voru af skornum skammti.

Strax á 10. mínútu fékk Guðmundur Reynir að kenna á hörkutæklingu Atla Sveins Þórarinssonar. Bakvörðurinn fór meiddur á velli og tæklingin gaf tóninn.

Umdeild atvik gerðist á 34. mínútu. Þá virtist Kjartan Henry Finnbogason stíga ofan á Jónas Tór Næs. Atvikið gerðisti fyrir framan nefið á fjórða dómara og Kjartan fékk gult spjald. Valsmenn afar ósáttir með litinn á spjaldinu.

Valsarar voru sterkari aðilinn lengst af fyrri hálfleiksk en bestu færin voru KR-inga. Haraldur varði fyrst frá Guðjóni Baldvinssyni úr teignum og svo komust Valsmenn fyrir skot Viktors Bjarka á markteig.

Síðari hálfleikur var frekar daufur en Valsmenn fengu bestu færin. Þau féllu í skaut miðvarðanna Atla Sveins og Halldórs Kristins. Atli skallaði framhjá úr dauðafæri eftir horn og Halldór setti boltann í slá úr svipaðri stöðu.

Í viðbótartíma fengu Valsmenn besta færi leiksins. Þá slapp Arnar Sveinn einn gegn Hannesi Þór. Hann reyndi að leggja boltann framhjá Hannesi sem sá við honum.

Hvorugu liðinu tókst að skora í lokaleik tímabilsins sem var einnig síðasti leikur Sigurbjörns Hreiðarssonar í Valstreyju. Hann var hylltur þegar honum var skipt af velli um miðjan síðari hálfleikinn.





TölfræðiSkot (á mark): 10-12 (5-4)

Varin skot: Haraldur 3 – Hannes Þór 5

Horn: 4-4

Aukaspyrnur fengnar: 12-14

Rangstöður: 1-4

Dómari: Þóroddur Hjaltalín 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×