Handbolti

Arnór markahæstur í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór í leik með Val.
Arnór í leik með Val. Mynd/Valli
Nokkrir leikir fóru fram í þýska handboltanum í kvöld, bæði í úrvalsdeild og B-deildinni. Grosswallstadt tapaði naumlega á heimavelli fyrir Flensburg í eina úrvalsdeildarleik kvöldsins, 21-20.

Sverre Andreas Jakobsson spilaði sem fyrr í vörn Grosswallstadt en hann náði ekki að skora í leiknum. Grosswallstadt hafði forystu að loknum fyrri hálfleik, 9-8, en Flensburg var skrefi á undan síðustu 20 mínútur leiksins.

Grosswallstadt er í ellefta sæti deildarinnar með fjögur stig af tíu mögulegum en Flensburg í því þriðja með átta.

Í B-deildinni skoraði Arnór Gunnarsson sex mörk fyrir TV Bittenfeld, þar af fjögur úr vítum, og var markahæstur er liðið tapaði fyrir Hamm-Westfalen á útivelli, 29-23. Árni Sigtrygsson skoraði eitt mark fyrir Bittenfeld.

Þá skoraði Ernir Hrafn Arnarson þrjú mörk fyrir Düsseldorf sem vann Potsdam á útivelli, 34-30.

Düsseldorf er í þrettánda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fimm leiki og Bittenfeld í því sextánda með þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×