Sport

Füchse Berlin vann þýsku meistarana - Alexander með 6 mörk

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin eru áfram með fullt hús í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 26-25 sigur á Þýskalandsmeisturum HSV Hamburg í kvöld. Füchse Berlin hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er á toppnum en THW Kiel, Rhein-Neckar Löwen og MT Melsungen eru öll búin að vinna báða sína leiki.

Handbolti

Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga

Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var nokkuð jafn en mark Ísaks Arnar Þórðarsonar skildu liðin að. Hagur Keflvíkinga í botnbaráttunni vænkast en draumur Valsmanna um Evrópusæti er veikari þó hann sé enn á lífi.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafntefli í Grindavík

Grindavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grindavík í kvöld. Bæði lið eru því ósigruð í sex leikjum en bæði lið gera full mikið af jafnteflum til að færa sig ofar í töflunni.

Íslenski boltinn

Mörkin stóðu ekki á sér í ítalska boltanum

Sjö leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og mörkin stóðu ekki á sér. Helst ber að nefna að Juventus rústaði Parma 4-1 með mörkum frá Stephan Lichtsteiner, Simone Pepe, Arturo Vidal og Claudio Marchisio.

Fótbolti

Búið að steypa Shaq í brons hjá LSU

Shaquille O'Neal var viðstaddur þegar LSU vígði nýja styttu af kappanum á dögunum fyrir utan Pete Maravich höllina í Baton Rouge í Louisiana. Þar spilar körfuboltalið Louisiana State University heimaleiki sína og þar lék Shaquille O'Neal með skólaliðinu frá 1989 til 1992.

Körfubolti

Arnar tryggði Fram mikilvægan sigur á Blikum

Framarar eru ekki búnir að gefast upp í fallbaráttu Pepsi-deildar karla því þeir náðu í þrjú mikilvæg stig með því að vinna 1-0 sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á Laugardalsvellinum í dag. Arnar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.

Íslenski boltinn