Sport

Owen: Ég er bara 31 árs

Michael Owen minnti hressilega á sig í gær þegar hann skoraði tvö mörk gegn Leeds í deildarbikarnum og lék afar vel. Owen segist eiga mörg góð ár eftir.

Enski boltinn

Gasperini rekinn frá Inter

Þjálfaraferill Gian Piero Gasperini hjá Inter var stuttur því hann var í morgun rekinn frá félaginu. Inter hefur gengið hörmulega í upphafi leiktíðar.

Fótbolti

Kolo snýr aftur í kvöld

Kolo Toure, varnarmaður Man. City, snýr væntanlega aftur á völlinn í kvöld eftir sex mánaða leikbann sem hann fékk fyrir að nota ólögleg efni.

Enski boltinn

Wenger klár í 14 ár í viðbót hjá Arsenal

Arsenal slapp með skrekkinn gegn Shrewsbury í deildarbikarnum í gær. Arsenal lenti undir í leiknum en hafði sigur að lokum. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi að hafa orðið skelkaður er Shrewsbury komst yfir en var himinlifandi í leikslok.

Enski boltinn

Villas-Boas: Er ekki að reyna að hafa áhrif á dómarana

Eins og kunnugt er þá ákvað Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, að senda inn formlega kvörtun til enska knattspyrnusambandsins út af dómgæslunni í leik Man. Utd og Chelsea á dögunum. Villas-Boas segist samt ekki vera að reyna að hafa áhrif á dómgæslu í leikjum Chelsea.

Enski boltinn

Gerum þá kröfu að vinna

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn segir liðið ætla að vinna riðilinn og verði því að vinna í kvöld.

Íslenski boltinn

Kobe tilbúinn að lána leikmönnum pening á meðan verkfallinu stendur

Það er lítið að gerast í samningaviðræðum eiganda NBA-liðanna og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það verður líklegra með hverjum deginum að nýtt NBA-tímabil hefjist ekki á réttum tíma. Stór hluti leikmanna NBA-deildarinnar eiga nóg af peningum en það eru aðrir sem gætu lent í vandræðum dragist verkfallið á langinn.

Körfubolti

Kristján: Tekur tíma að púsla þessu saman

Kristján Arason, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Dramatíkin var allsráðandi en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og vítakeppni.

Handbolti

Óskar Bjarni: Frábær leikur

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni.

Handbolti

Bjarni Fel lýsti úti í rigningunni

Gamla brýnið Bjarni Felixson hefur upplifað ýmislegt á löngum og farsælum ferli sem íþróttafréttamaður en aðstæðurnar sem mættu honum í Vestmannaeyjum í gær hafa líklega toppað flest það sem Bjarni hefur prófað.

Íslenski boltinn

Gleymir stund og stað við árbakkann

Þegar vorar fer mig strax að klæja í puttana að komast út í náttúruna. Og þegar ég horfi á læki eða vötn langar mig að fara að kasta,“ segir veiðikonan Þórdís Klara Bridde. Hún segir það ómótstæðilega tilfinningu að standa við árbakka með stöng í hönd.

Veiði

Owen með tvö mörk fyrir Man. United - Bolton sló út Aston Villa

Varalið Manchester United átti ekki í miklum vandræðum með Leeds á Elland Road í kvöld í 3. umferð enska deildarbikarsins. United vann 3-0 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Michael Owen skoraði tvö mörk í kvöld í sínum fyrsta leik í byrjunarliði. Arsenal og Bolton komust einnig áfram í enska deildarbikarnum í kvöld.

Enski boltinn

Bannað að segja "ertu ekki að grínast" við körfuboltadómara í vetur

Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara.

Körfubolti

Ólafur Már í 30. sæti eftir fyrsta hringinn í Þýskalandi

Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR eru báðir að keppa á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Fleesensee í Þýskalandi. 30 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á annað stig úrtökumótsins á Spáni þar sem Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda.

Golf

Button stefnir á sigur í Singapúr

Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr.

Formúla 1

Agger rifbeinsbrotnaði á móti Tottenham

Daniel Agger, miðvörður Liverpool, rifbeinsbrotnaði í tapinu á móti Tottenham um síðustu helgi og verður frá í allt að einn mánuð. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er þó ekki tilbúinn að gefa það út hvernig danski landsliðsmaðurinn snúi til baka en verði í það minnsta ekki með liðinu í næstu leikjum.

Enski boltinn