Sport

Feitir bitar á lausu

Þó svo knattspyrnutímabilinu sé formlega lokið er vinnu forráðamanna félaganna hvergi nærri lokið. Nú hefjast þeir handa við að endursemja við lykilmenn og reyna við aðra leikmenn sem eru á lausu. Keflavík og Fylkir á þess utan eftir að ráða þjálfara en bæði lið eiga fjöda leikmanna sem eru að klára samning.

Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Spilar eða þjálfar næsta sumar

„Ég veit ekki hvað ég geri en það er alveg ljóst að ég mun ekki vera spilandi þjálfari næsta sumar. Ég mun því annað hvort einbeita mér að þjálfun eða spila næsta sumar,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, en hann ætlar að nota vikuna til þess að ákveða framtíð sína.

Íslenski boltinn

Scholes tæklaði til að hefna sín

Þó svo Paul Scholes hafi hvorki verið sá stærsti né sterkasti inn á vellinum þá var hann afar harður í horn að taka. Scholes þótti þess utan grimmur tæklari og fékk að líta rauða spjaldið tíu sinnum á ferlinum.

Enski boltinn

Shearer mælir með Redknapp fyrir enska landsliðið

Knattspyrnugoðsögnin Alan Shearer hefur útilokað að hann taki við enska landsliðinu af Fabio Capello. Shearer mælir aftur á móti með Harry Redknapp í starfið. Shearer segist alls ekki hafa þá reynslu sem þarf til þess að stýra enska landsliðinu. Hann hefur aðeins stýrt Newcastle til skamms tíma árið 2009.

Enski boltinn

Zoran í viðræðum við Keflavík

Það bendir flest til þess að Zoran Daníel Ljubicic muni taka við karlaliði Keflavíkur af Willum Þór Þórssyni. Zoran staðfestir við Víkurfréttir í kvöld að hann sé í viðræðum við Keflvíkinga.

Íslenski boltinn

Messi: Ég vinn ekki leiki landsliðsins einn

Lionel Messi virðist vera orðinn þreyttur á pressunni sem fylgir er hann spilar með argentínska landsliðinu. Hann er þá ítrekað gagnrýndur fyrir leik sinn enda nær hann sér ekki á sama flug þar og með Barcelona.

Fótbolti

Di Canio hvetur til leikaraskaps

Paolo di Canio, knattspyrnustjóri Swindon Town, er það óánægður með dómgæsluna í ensku D-deildinni að hann ætlar að hvetja sína menn til að reyna að fiska vítaspyrnur með leikarskap.

Enski boltinn

Willum vill halda áfram að þjálfa - ekki heyrt frá KSÍ

"Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik.

Íslenski boltinn

Aðgerð Sagna gekk vel

Aðgerðin sem Bacary Sagna, leikmaður Arsenal, gekkst undir í gær gekk vel. Sagna fótbrotnaði í leik liðsins gegn Tottenham um helgina eftir tæklingu frá Benoit Assou-Ekotto.

Enski boltinn

Rjúpa eða ekki rjúpa?

Enn hefur ekki verið tilkynnt um ákvörðun Umhverfisráðherra varðandi veiðar á rjúpu þetta haustið og víst er að mörgum þykir þessi seinagangur í ákvarðanatöku ótrúlega sérstakur.

Veiði

Ennþá veiðist ágætlega í Ytri Rangá

Veiðar ganga enn ágætlega í Ytri Rangá. Flestir dagar eru að gefa 35-50 laxa á dag en þó komu dagar í síðustu viku þar sem aðstæður voru erfiðar, þá datt veiðin niður í 20 laxa. Veitt er út mánuðinn í Ytri og kæmi mikið á óvart ef lokatala þar fer ekki yfir fimm þúsund.

Veiði

Tiger Woods í sögulægri lægð á heimslistanum

Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans.

Golf

Bráðabirgðatölur úr Soginu

Bráðabirgðatölur af svæðum SVFR í Soginu eru 752 laxar. Ef að líkum lætur er um að ræða annað besta laxveiðiárið í Sogi frá því skráningar hófust.

Veiði