Handbolti

Rakel Dögg í miklu stuði

Rakel Dögg.
Rakel Dögg.
Landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir fór mikinn í norska liðinu Levanger í kvöld sem vann góðan sigur á Fredrikstad, 20-18.

Rakel Dögg skoraði átta mörk í leiknum og var markahæst í liði Levanger. Hún var valin maður leiksins í leikslok.

Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir HM-hlé enda byrjar HM í Brasilíu í byrjun desember.

Ramune Pekarskyte, fyrrum leikmaður Hauka, skoraði fimm mörk fyrir Levanger sem landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, stýrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×