Sport

Leikur KR og Keflavíkur í heild sinni á Vísir

Íslandsmeistaralið KR sigraði Keflavík með minnsta mun, 74-73, í miklum spennuleik í Iceland Express deild karla í körfuknatteik í kvöld. Leikurinn var í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshlutanum á Vísir en lokakafli leiksins var æsispennandi. Valtýr Björn Valtýsson lýsti leiknum en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá körfuboltaleik á íþróttahluta Vísis.

Körfubolti

Tottenham tapaði án Redknapp í Rússlandi

Tottenham varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í Evrópudeildinni á tímabilinu þegar liðið lá 0-1 á útivelli á móti rússneska liðinu Rubin Kazan. Sigurmark Rússanna kom úr aukaspyrnu á 56. mínútu.

Fótbolti

Tryggvi samdi við Stjörnuna til tveggja ára

Tryggvi Sveinn Bjarnason hefur samið við Stjörnuna til næstu tveggja ára og mun því spila með liðinu áfram í Pepsi-deild karla. Þetta staðfesti Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag.

Íslenski boltinn

Guðmundur: Sigfús í formi á möguleika

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segist vera í leit að sterkum varnarmönnum sem geti spilað fyrir miðri vörn íslenska liðsins. Guðmundur tók hinn stóra og stæðilega Ægi Hrafn Jónsson inn í landsliðshópinn í gær. Hann hefur ekki áður verið á æfingum með landsliðinu.

Handbolti

Með 47 rjúpur um opnunarhelgina

Núna er það helgi númer tvö í rjúpunni og spáin heldur rysjótt nema þá helst á norður og austurlandi. Við erum ennþá að fá fréttir af veiðimönnum sem héldu til veiða síðustu helgi og nokkrir hafa gert það ágætt en aðrir fengið minna.

Veiði

EM í mikilli hættu hjá Ólafi Stefánssyni

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur miklar áhyggjur af því að Ólafur Stefánsson geti ekki verið með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Ólafur meiddist í sumar og er ekki enn byrjaður að spila.

Handbolti

Tilkynnt um valið á Úrvalsliði HSÍ

Nú í hádeginu var tilkynnt um val á Úrvalsliði HSÍ sem mun mæta íslenska landsliðinu í Laugardalshöll annað kvöld. Það var sérstök valnefnd á vegum HSÍ og handboltaáhugamenn sem kusu liðið.

Handbolti

Beckham mun þekkja sinn vitjunartíma

David Beckham leggur mikið á sig til þess að vera í formi og getur enn staðið sig meðal þeirra bestu þrátt fyrir að vera 36 áta gamall. Hann segist ekki vera veruleikafirrtur og muni þekkja sinn vitjunartíma er hann kemur.

Fótbolti

Arnór spilar áfram þrátt fyrir brjósklos í baki

„Ég læstist svona agalega í bakinu eftir þriggja mínútna leik í fyrsta leik okkar í Meistaradeildinni í haust. Eftir það fór ég í rannsóknir og greindist með brjósklos í baki,“ sagði Arnór Atlason, landsliðsmaður í handbolta, eftir landsliðsæfingu í gær. Liðið er nú að æfa saman þessa vikuna en Arnór hefur haldið ótrauður áfram að spila með liði sínu, AG Kaupmannahöfn, þrátt fyrir brjósklosið.

Handbolti

Gervinho hefur mikla trú á Hazard

Framherji Arsenal, Gervinho, er afar spenntur fyrir því að fá fyrrum liðsfélaga sinn hjá Lille, Eden Hazard, til Arsenal. Hann hefur fulla trú á því að Hazard geti slegið í gegn í enska boltanum.

Enski boltinn