Íslenski boltinn

Guðjón Árni samdi við FH

Guðjón Árni í leik með Keflavík.
Guðjón Árni í leik með Keflavík. mynd/vilhelm
FH-ingar fengu fínan liðsstyrk í dag þegar bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Guðjón kemur til félagsins frá Keflavík. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu FH í dag.

Guðjón var samningslaus og hefur verið orðaður við FH í nokkuð langan tíma. Hann fór einnig út til reynslu en það virðist ekki hafa skilað neinu.

Hinn 28 ára gamli Guðjón Árni hefur spilað allan sinn feril með Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×