Handbolti

Kári Kristján syngur Let it Snow með stæl

Leikmenn þýska handknattleiksliðsins Wetzlar eru ólíkar persónur sem koma frá mörgum löndum. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt - þeir eru allir hörmulegir söngvarar.

Það sanna þeir í jólamyndbandi félagsins þar sem liðið syngur jólaslagarann fræga, Let it Snow.

Þungarokkarinn Kári Kristján Kristjánsson er ekki hressasti maðurinn í myndbandinu enda hefði hann líklega kosið að syngja frekar eitthvað með Skálmöld. Hann kemst engu að síður vel frá sínu og er líklega skásti söngvarinn í liðinu.

Leikmennirnir senda síðan allir jólakveðju á sínu tungumáli í lok myndbandsins sem má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×