Sport

Stoke skammað út af handklæðunum

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ætla loksins að taka í taumana vegna hegðunar Stoke City á heimavelli sínum sem þykir ekki alltaf vera sanngjörn í garð andstæðinga sinna.

Enski boltinn

Lakers er enn að reyna að fá Paul

Samkvæmt heimildum ESPN þá hafa forráðamenn LA Lakers ekki enn gefið upp alla von um að fá leikstjórnandann Chris Paul til félagsins. Margir héldu að Lakers hefði gefist upp en svo er ekki.

Körfubolti

Donald segist vanta risatitil

Besti kylfingur heims um þessar mundir, Luke Donald, er ekki fullkomlega sáttur þó svo hann hafi átt ótrúlegt ár á vellinum. Hann rakaði inn mestum peningum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Golf

Redknapp vill prófa tvo aðaldómara

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill sjá fótboltann feta í fótspor handboltans og prófa að vera með tvo aðaldómara á vellinum. Redknapp trúir því að það muni fækka mistökum dómara.

Enski boltinn

Milan ekki að drífa sig vegna Tevez

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að ekkert liggi á að ganga frá samningi við sólstrandargæjann Carlos Tevez. Milan ku hafa náð samkomulagi við Tevez en nokkuð ber á milli félagsins og Man. City.

Fótbolti

Rummenigge: Blatter er háll sem áll

Karl-Heinz Rummenigge, yfirmaður Bayern Munchen, gagnrýndi Sepp Blatter forseta FIFA, í dag og líkti honum við einræðisherra. Blatter situr sem fastast í forsetastólnum þrátt fyrir ýmis afglöp og mikla óánægju með hans störf í fótboltaheiminum.

Fótbolti

Ronaldo skoraði í bikarsigri Real Madrid

Real Madrid vann 2-0 sigur á C-deildarliðinu Ponferradina á útivelli í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum spænska bikarsins í kvöld. Ponferradina féll úr b-deildinni á síðustu leiktíð en Real hóf bikarvörn sína í kvöld.

Fótbolti

Helgi Már og félagar unnu Sundsvall eftir þríframlengdan leik

Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR héldu sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og unnu 96-90 sigur á Sundsvall Dragons í mögnuðum þríframlengdum leik í Stokkhólmi. Þetta var sjötti sigur 08 Stockholm í röð og liðið komst með honum upp fyrir Sundsvall í töflunni.

Körfubolti

Man. Utd orðað við leikmann Crystal Palace

Þeir eru ekki margir sem þekkja Nathaniel Clyne hjá Crystal Palace en hann hefur engu að síður vakið athygli Man. Utd og er nú sterklega orðaður við ensku meistarana. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var hrifinn af stráknum er United tapaði fyrir Palace í deildarbikarnum.

Enski boltinn

Brynjar skoraði meira en Logi fagnaði sigri

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu 18 stiga sigur á Brynjari Þór Björnssyni og félögum í Jämtland Basket, 102-84, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Solna-liðið endaði þar með tveggja leikja taphrinu en Jämtland tapaði sínum öðrum leik í röð.

Körfubolti

Íslenskum markvörðum fækkar áfram í Svíþjóð | María Björg er hætt

María Björg Ágústsdóttir, markvörður KIF Örebro í sænsku kvennadeildinni hefur ákveðið að hætta í fótbolta en hún var að klára sitt fyrsta ár með sænska liðinu. Þetta kom fram á fótbolti.net. María er annar markvörðurinn sem snýr heim úr sænska kvennaboltanum á árinu en Sandra Sigurðardóttir hætti hjá Jitex á miðju sumri.

Fótbolti

Zenit sektað vegna óláta áhorfenda

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað rússneska liðið Zenit St. Petersburg um 8 milljónir króna vegna óláta áhorfenda á tveimur leikjum félagsins í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Kristinn dæmir í Madrid á fimmtudaginn

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Hann dæmir þá leik Atletico Madrid frá Spáni og Rennes frá Frakklandi en leikurinn er í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti

Verðlækkun í Rússnesku ánum

Á sama tíma og veiðiréttareigendur hérlendis krefjast hækkana á árleigum þá lækka veiðileyfin í hinar heimsfrægu laxveiðiár á Kólaskaga. Rússnesku laxveiðiárnar hafa frá því um síðustu aldamót verið í mikilli samkeppni við þær íslensku, vegna þess að bitist er um sömu viðskiptavinina.

Veiði