Sport

Arnór saknar Ásgeirs

Strákarnir okkar eru vanir því að vera tveir saman á herbergi á stórmótum en á hótelinu sem þeir gista á núna var aðeins boðið upp á eins manns herbergi.

Handbolti

Ekkert Twitter-bann hjá landsliðinu

Fjölmargir íþróttamenn hafa skotið sig í fótinn með misgáfulegum ummælum á Twitter. Fjölmörg félög og landslið hafa í kjölfarið sett reglur er varða notkun samskiptamiðla eins og Twitter og Facebook.

Handbolti

Erum að nálgast Króata

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að markmið eitt hjá íslenska liðinu sé að komast upp úr riðlinum. "Það þarf algjöran toppleik til að vinna Króata,“ segir þjálfarinn en fyrsti leikurinn á EM í Serbíu er í kvöld.

Handbolti

Hafa ekki tapað fyrsta leik á síðustu mótum

Strákarnir okkar hafa byrjað vel á síðustu stórmótum sínum og íslenskt landsliðið hefur ekki tapað í fyrsta leik á undanförnum þremur stórmótum. Aðeins eitt stórmót frá og með árinu 2005 hefur byrjað á tapleik.

Handbolti

Hughes vill Samba

Mark Hughes nýr knattspyrnustjóri QPR horfir til fyrrum lærisveina sinna í Blackburn Rovers í leit sinni að leikmönnum en hann hefur þegar boðið í Chris Samba.

Enski boltinn

Danmörk lagði Slóvakíu

Danir sigruðu baráttuglaða Slóvaka 30-25 í kvöld í fyrsta leik þjóðanna í A-riðli á EM í Serbíu. Danir náðu frumkvæðinu um miðbik fyrri hálfleiks og héldu því út leikinn þó Slóvakía hafi aldrei verið langt undan.

Handbolti

Jafnt hjá Svíþjóð og Makedóníu

Svíþjóð varð að sætta sig við jafntefli 26-26 gegn Makedóníu í kvöld í fyrsta leik liðanna á EM í Serbíu. Leikurinn var æsispennandi og hefðu bæði getað landað sigrinum í lokin.

Handbolti

Frábær byrjun heimamanna

Serbía gerði sér lítið fyrir og skellti Pólverjum 22-18 í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. Serbía var mikið betri allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu.

Handbolti

Redknapp: Ekki á eftir Torres

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham segir ekkert hæft í þeim orðrómi að Tottenham sé reiðubúið að láta Luka Modric fara til Chelsea í skiptum fyrir framherjan Fernando Torres.

Fótbolti

Rodgers: Vorum stórkostlegir

"Ferðalag okkar síðustu 18 mánuði hefur verið ótrúlegt. Leikmennirnir voru stórkostlegir og ég er mjög stoltur. Við byrjuðum ekki vel og á köflum vorum við ekki eins og við eigum að okkur að vera varnarlega en það má ekki gleyma því að við vorum að leika gegn leikmönnum í hæsta gæðaflokki," sagði Brendan Rodgers þjálfari Swansea eftir ótrúlegan sigur liðsins á Arsenal í dag.

Fótbolti

Tékkar sigruðu opnunarleikinn

Tékkland sigraði Þýskaland 27-24 í opnunarleik Evrópumeistaramótisins í handbolta í Serbíu í dag. Tékkar voru yfir frá fyrstu mínútu og yfirspiluðu Þjóðverja á löngum köflum. Tékkar voru 14-9 yfir í hálfleik.

Handbolti

Tinna byrjar ekki vel á lokaúrtökumótinu á Spáni

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili náði ekki að spila sitt besta golf á fyrsta hringnum í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna sem fram fer á La Manga á Spáni. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á mótinu á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari.

Golf

Jón Arnór með fimmtán stig í flottum sigri

Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik með CAI Zaragoza þegar liðið vann 23 stiga heimasigur á FIATC Mutua Joventut, 96-73, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. CAI Zaragoza er í áttunda sæti deildarinnar eftir þennan sigur sem var sá þriðji hjá liðinu í síðustu fjórum leikjum.

Körfubolti

Newcastle spillti frumsýningu Mark Hughes og fór upp fyrir Liverpool

Leon Best tryggði Newcastle 1-0 sigur á Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni í dag en Newcastle fór þar með upp fyrir Liverpool og í sjötta sæti deildarinnar. Queens Park Rangers var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Mark Hughes sem varð að sætta sig við það að liðið fékk hvorki stig né skoraði í mark í frumsýningu hans.

Enski boltinn

Redknapp: Við erum enn með í titilbaráttunni

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur engar áhyggjur þótt að liðið hafi aðeins náð 1-1 jafntefli á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tottenham átti möguleika á því að komast upp að hlið Manchester-liðanna á toppnum með sigri í þessum leik en er nú tveimur stigum á eftir Manchester-liðunum.

Enski boltinn

Aron Rafn kallaður til Serbíu - Björgvin Páll veikur

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka og þriðja markvörður íslenska handboltalandsliðsins hefur verið kallaður út til Serbíu vegna veikinda aðalmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar. Björgvin Páll er kominn með hita og gæti misst af fyrsta leik Íslands á EM í Serbíu sem er á móti Króötum á morgun.

Handbolti