Enski boltinn

Newcastle spillti frumsýningu Mark Hughes og fór upp fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Leon Best tryggði Newcastle 1-0 sigur á Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni í dag en Newcastle fór þar með upp fyrir Liverpool og í sjötta sæti deildarinnar. Queens Park Rangers var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Mark Hughes sem varð að sætta sig við það að liðið fékk hvorki stig né skoraði í mark í frumsýningu hans.

Queens Park Rangers skapaði sér mun fleiri færi í leiknum og átti meðal annars tvö skot í marksúlurnar en það voru heimamenn sem nýttu sitt vel og fögnðu sínum þriðja sigri í síðustu fjórum leikjum.

Queens Park Rangers byrjaði leikinn vel og átti ekki skilið að lenda undir en Newcastle-menn spurðu ekki af því. Leon Best kom Newcastle í 1-0 á 37. mínútu. Best fékk þá sendingu frá Ryan Taylor, lék skemmtilega á varnarmann QPR í teignum, og afgreiddi boltann síðan í markið.

Þetta var langþráð mark fyrir Best sem var ekki búinn að skora í ellefu leikjum í röð í deild og bikar eftir að hafa skorað 3 mörk í fyrstu 4 deildarleikjum Newcastle á tímabilinu.

Áður en Newcastle komst yfir þá var franski miðjumaðurinn Yohan Cabaye borinn útaf eftir tæklingu Shaun Derry. Derry fékk gult en Frakkinn bölvaði honum á leiðinni útaf vellinum.

Heiðar Helguson lék fyrstu 64 mínútur leiksins en var síðan tekinn útaf fyrir Tommy Smith. Heiðar hafði áður lagt upp algjört dauðafæri fyrir Jay Bothroyd með því að skall fyrirgjöf fyrir fætur hans.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×